Lofar ekki stuðningi sínum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikið var deilt um hvort ætti að ræða tillögu atvinnuveganefndar áfram á þingi í gær. Umhverfisráðherra segist virða vald Alþingis til breytingartillagna. fréttablaðið/stefán Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira