Innlent

Þrettándabrennum frestað vegna óveðurs

ingvar haraldsson skrifar
Um hádegisbilið í dag verður tilkynnt hvort þrettándabrennur í Grafarvogi og við Ægisíðu verða haldnar.
Um hádegisbilið í dag verður tilkynnt hvort þrettándabrennur í Grafarvogi og við Ægisíðu verða haldnar. vísir/ernir
Óvíst er hvort þrettándaskemmtanir- og brennur sem á dagskrá voru í dag verði haldnar vegna veðurs. Veðurstofa Íslands hefur sent út viðvörun um að búast megi við stormi um landið sunnan- og vestanvert í kvöld. Vindhraði verður 12-20 metrar á sekúndu auk þess að það spáir rigningu.

Þegar er búið að fresta þrettándabrennum í Grafarholti og á Akranesi, þrettándagleði HK í Digranesi og á Selfossi. Þrettándabrennur í Grafarvogi og við Ægisíðu og þrettándagleði Hauka eru enn á dagskrá. Endanleg ákvörðun um hvort þær verða haldnar verður tekin um hádegisbilið í dag.

Þór hyggst halda þrettándagleði á Þórsvellinum á Akureyri sem hefst klukkan fimm í dag. Leiki veðurguðirnir Akureyringa grátt verða hátíðahöldin færð inn í Bogann.

@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg tekur ekki jólatré en aðrir gera það

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélag höfðuborgarsvæðins sem ekki safnar saman jólatrjám fyrir íbúa sína.

Í öðrum sveitarfélögum eru íbúðar beðnir að setja jólatré fyrir utan lóðamörk þar sem þeim verður safnað saman frá miðvikudeginum 7. janúar. Reykvíkingar þurfa sjálfir að sjá um að koma jólatrjám í endurvinnslustöðvar Sorpu óski þeir þess.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að söfnun jólatrjáa hafi verið hætt í sparnaðarskyni eftir jólin árið 2008. „Það kostaði borgina um tíu milljónir króna á ári að tína jólatrén upp,“ segir Bjarni og bætir við að almennt hafi fyrirkomulagið gefist vel. „Við sjáum að minnsta kosti ekki mörg tré á flækingi,“ segir Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×