Erlent

Moskubyggingum mótmælt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þýski fáninn var áberandi í mótmælunum sem fram fóru í Berlín í gær
Þýski fáninn var áberandi í mótmælunum sem fram fóru í Berlín í gær NordiPhotos/afp
Það er víðar en á Íslandi sem deilt er um trúarlegar byggingar. Þjóðernissinnaðir Þjóðverjar mótmæltu moskubyggingum í Berlín, höfuðborg Þýskalands, í gær. Mótmælendur kenna sig ekki við nasisma og hafa bannað öll merki sem minna á Þriðja ríkið.

AP-fréttastofan segir að mótmæli af þessu tagi séu orðin vikulegur viðburður. Fjölmargir taka þátt í þeim. En það eru líka margir sem hneykslast á þessari framkomu og vilja veita viðspyrnu. Það voru því haldin mótmæli í að minnsta kosti fjórum borgum í Þýskalandi í gær til að styðja við bakið á múslimum í Þýskalandi og mannréttindum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×