Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2015 06:30 Uwe Gensheimer er einn besti vinstri hornamaður heimsins og hefur verið um árabil. vísir/getty Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52