Menning

Karlmenn og hversdagsleikinn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Myndir sínar vinnur Guðmundur með blandaðri tækni.
Myndir sínar vinnur Guðmundur með blandaðri tækni.
Karlmennskan er Guðmundi Thoroddsen myndlistarmanni hugleikið viðfangsefni. Á sýningunni Á heimavelli sem hann opnar í Týsgalleríi í dag klukkan 17 má sjá ný verk þar sem hann kannar nútíma karlmennsku. Þar etja menn til dæmis kappi í körfubolta heima fyrir.

Myndirnar vinnur Guðmundur með blandaðri tækni, meðal annars vatnslitum og blýanti.

Á sýningunni má einnig finna skúlptúra eftir Guðmund, svokallaða verðlaunagripi sem benda á sífellda þörf mannsins til að verðlauna sig fyrir afrek sín.

Guðmundur hefur getið sér gott orð hér heima og erlendis fyrir myndlist sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×