Enginn er Eyland 10. janúar 2015 12:00 Ása Ninna Pétursdóttir fatahönnuður segir leðrið halda áfram að vera áberandi í nýju línunni. Vísir/Ernir Ása Ninna Pétursdóttir sýnir á Reykjavík Fashion Festival í mars. Ása hannar undir merkinu EYLAND og fyrsta tískulína hennar er minimalísk og hrá en með „dassi“ af rokki og töffaraskap. „Ég fæ mikinn innblástur frá sterkum, sjálfstæðum konum sem eru ekki þessar klassísku kvenlegu týpur. Þær eru sjálfsöruggar og með spennandi „tomboy“-útlit. Konur eins og Patti Smith og Charlotte Gainsbourg eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þetta eru svona týpur sem þurfa ekki endilega að fara í kjól til að vera fínar eða kynþokkafullar og hafa húmor fyrir lífinu og sjálfum sér,“ segir Ása. Mikil áhersla er lögð á góð snið og vönduð efni, en eitt af markmiðum við þróun merkisins er að hönnunin einkennist af gæðum og góðri endingu. Fyrsta lína EYLAND kom í búðir rétt fyrir jól og segir Ása Ninna það hafa gefið sér mikinn drifkraft og innblástur að sjá hversu góðar viðtökurnar hafa verið. Á RFF mun hún sýna haust- og vetrarlínu EYLAND fyrir 2015 og er um þessar mundir á fullu í hugmynda- og þróunarvinnu. „Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt og er spennt að vera hluti af þessari hátíð sem styrkist með ári hverju. Spái miklu stuði og miklum krafti í ár,“ segir hún. Hún vill ekki gefa of mikið upp um hvers má vænta í nýju línunni. „Leðrið verður áfram áberandi og verður línan mun stærri og breiðari. Hitt mun svo koma á óvart,“ segir hún. RFF Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ása Ninna Pétursdóttir sýnir á Reykjavík Fashion Festival í mars. Ása hannar undir merkinu EYLAND og fyrsta tískulína hennar er minimalísk og hrá en með „dassi“ af rokki og töffaraskap. „Ég fæ mikinn innblástur frá sterkum, sjálfstæðum konum sem eru ekki þessar klassísku kvenlegu týpur. Þær eru sjálfsöruggar og með spennandi „tomboy“-útlit. Konur eins og Patti Smith og Charlotte Gainsbourg eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þetta eru svona týpur sem þurfa ekki endilega að fara í kjól til að vera fínar eða kynþokkafullar og hafa húmor fyrir lífinu og sjálfum sér,“ segir Ása. Mikil áhersla er lögð á góð snið og vönduð efni, en eitt af markmiðum við þróun merkisins er að hönnunin einkennist af gæðum og góðri endingu. Fyrsta lína EYLAND kom í búðir rétt fyrir jól og segir Ása Ninna það hafa gefið sér mikinn drifkraft og innblástur að sjá hversu góðar viðtökurnar hafa verið. Á RFF mun hún sýna haust- og vetrarlínu EYLAND fyrir 2015 og er um þessar mundir á fullu í hugmynda- og þróunarvinnu. „Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt og er spennt að vera hluti af þessari hátíð sem styrkist með ári hverju. Spái miklu stuði og miklum krafti í ár,“ segir hún. Hún vill ekki gefa of mikið upp um hvers má vænta í nýju línunni. „Leðrið verður áfram áberandi og verður línan mun stærri og breiðari. Hitt mun svo koma á óvart,“ segir hún.
RFF Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira