Framtíð skops og morðin á Charlie Hebdo Magnús Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 15:00 Hugleikur Dagsson, höfundur með fókus á grín verður meðal frummælenda. Vísir/GVA Námsbraut í menningarfræði við HÍ stendur fyrir málþingi um framtíð skops í fjölmenningarsamfélagi: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo. Málþingið verður haldið í Öskju á morgun og hefst klukkan 12. Þrátt fyrir einhug um andspyrnu gegn ofbeldi og samstöðu um mikilvægi tjáningarfrelsis hafa morðin á ritstjórn Charlie Hebdo dregið fram ágreining um inntak háðsádeilu og mörk hins réttlætanlega í skopi. Umræðan vekur spurningar um hlutverk og beitingu háðs í opinberri umræðu. Krefjast mannréttindi og grunngildi lýðræðis þess að háði sé stillt í hóf og að í skopi forðist fólk staðalmyndir og tilvísanir til kynþáttaeinkenna eða sérkenna af einhverju tagi? Eru skoprit á borð við Charlie Hebdo útgáfur sem umburðarlyndi vestræns samfélags kemur í veg fyrir að séu bönnuð en fiska þó í gruggugu vatni fordóma og staðalmynda? Eða er þessu öfugt farið: Er háð grundvallarform andófs í samfélaginu? Frummælendur verða Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði, Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, Hugleikur Dagsson höfundur og fundarstjóri Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði. Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Námsbraut í menningarfræði við HÍ stendur fyrir málþingi um framtíð skops í fjölmenningarsamfélagi: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo. Málþingið verður haldið í Öskju á morgun og hefst klukkan 12. Þrátt fyrir einhug um andspyrnu gegn ofbeldi og samstöðu um mikilvægi tjáningarfrelsis hafa morðin á ritstjórn Charlie Hebdo dregið fram ágreining um inntak háðsádeilu og mörk hins réttlætanlega í skopi. Umræðan vekur spurningar um hlutverk og beitingu háðs í opinberri umræðu. Krefjast mannréttindi og grunngildi lýðræðis þess að háði sé stillt í hóf og að í skopi forðist fólk staðalmyndir og tilvísanir til kynþáttaeinkenna eða sérkenna af einhverju tagi? Eru skoprit á borð við Charlie Hebdo útgáfur sem umburðarlyndi vestræns samfélags kemur í veg fyrir að séu bönnuð en fiska þó í gruggugu vatni fordóma og staðalmynda? Eða er þessu öfugt farið: Er háð grundvallarform andófs í samfélaginu? Frummælendur verða Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði, Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, Hugleikur Dagsson höfundur og fundarstjóri Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði.
Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira