Sýnir plötuumslög og Nice N Sleazy-plaköt Magnús Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 13:30 Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Glasgow í dag. Myndir/ úr einkasafni Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarkona hefur búið og starfað í Glasgow frá 1998 þegar hún hóf nám við Glasgow School of Art. Hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2001 og Master of Fine Art frá sama skóla 2007. Hrafnhildur á að baki fjölda einkasýninga, m.a. í Glasgow, Berlín, Kaupmannahöfn, Gautaborg og víðar auk samsýninga. Auk þess að vinna að myndlistinni hefur Hrafnhildur einnig starfað sem plötusnúður og grafískur hönnuður. Hrafnhildur opnar í dag einkasýningu í Lighthouse í Glasgow þar sem hún sýnir plaköt og plötuumslög sem hún hefur hannað á síðustu árum. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist, held því stundum fram að ég viti meira um tónlist en myndlist, en hef samt aldrei haft áhuga á að búa til tónlist. Tónlistin er mér nauðsynleg í minni vinnu því ég bókstaflega get ekki unnið án þess að hlusta. Orkan og afstaðan í tónlistinni skapa oft stemninguna í verkum mínum án þess að vera svo til staðar í lokaútgáfunni. Það tók tíma að fatta að ég vildi fara út í myndlist, en það var meira spurning um sjálfstraust en annað því ég hef alltaf verið mjög myndræn að eðlisfari. Margir vina minna eru tónlistarfólk og ég gerði mín fyrstu plötuumslög fyrir dönsku listakonuna Jomi Massage árið 2004 en skömmu síðar fór ég að vinna sem plötusnúður á stað sem kallast Nice N Sleazy og þar tók ég líka að mér viðburðaplakötin.“tónlistarmenn vita hvað þeir vilja ekki segir Hrafnhildur um plötuumslögin.Erfitt en gefandi að hitta í mark „Fyrir mér var þessi hönnun skemmtileg tilbreyting frá minni myndlistarvinnu. Það er ákveðið frelsi í því að vinna með svona tímabundna miðlun eins og plakatið. Ég nota lánaðar og fundnar myndir af internetinu eða úr bókum og þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af túlkun, hef bara gaman af og get flippað smá. Við plötuumslögin er gaman að geta unnið með fólki og að því að finna það sem því finnst passa best við sitt listaverk, nefnilega tónlistina. Oft veit fólk ekki hvað það vill fyrr en það sér eitthvað sem það vill alls ekki. Þannig að þetta getur verið langt og erfitt ferli en líka mjög gefandi þegar maður hittir í mark.“Hrafnhildur fer á flug í fundnu efni við plakatagerðina. fréttablaðið/ mynd úr einkasafniAllt í einu komið heildstætt verk „Hugmyndin að sýningunni kom frá Selmu Hreggviðsdóttur, sem er að vinna á Lighthouse. Hún bauð mér að gera sýningu úr plakötunum, sem eru orðin yfir hundrað talsins, ásamt öðrum grafískum verkefnum sem ég hef fengist við í gegnum árin. Ég hef alltaf litið á þetta sem hliðargrein við myndlistina og hafði ekki áttað mig á hvað þetta er orðið mikið safn af verkefnum. Á sýningunni verða um 100 plaköt og 10-15 plötuumslög. Það er frábært að sjá þetta allt saman og gaman að geta litið á þetta sem heildstætt verk sem á margan hátt tengist hinni vinnunni minni, þótt útkoman líti allt öðru vísi út. Næst á dagskrá er listamannadvöl í Noregi í mars og apríl. Ég hef ekki farið í svona langa vinnudvöl síðan ég var ólétt fyrir 13 árum þannig að það verður spennandi. Kærkomið tækifæri til að einbeita sér að listinni, en ekki sinna henni með þremur hlutastörfum og mömmuhlutverkinu.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarkona hefur búið og starfað í Glasgow frá 1998 þegar hún hóf nám við Glasgow School of Art. Hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2001 og Master of Fine Art frá sama skóla 2007. Hrafnhildur á að baki fjölda einkasýninga, m.a. í Glasgow, Berlín, Kaupmannahöfn, Gautaborg og víðar auk samsýninga. Auk þess að vinna að myndlistinni hefur Hrafnhildur einnig starfað sem plötusnúður og grafískur hönnuður. Hrafnhildur opnar í dag einkasýningu í Lighthouse í Glasgow þar sem hún sýnir plaköt og plötuumslög sem hún hefur hannað á síðustu árum. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist, held því stundum fram að ég viti meira um tónlist en myndlist, en hef samt aldrei haft áhuga á að búa til tónlist. Tónlistin er mér nauðsynleg í minni vinnu því ég bókstaflega get ekki unnið án þess að hlusta. Orkan og afstaðan í tónlistinni skapa oft stemninguna í verkum mínum án þess að vera svo til staðar í lokaútgáfunni. Það tók tíma að fatta að ég vildi fara út í myndlist, en það var meira spurning um sjálfstraust en annað því ég hef alltaf verið mjög myndræn að eðlisfari. Margir vina minna eru tónlistarfólk og ég gerði mín fyrstu plötuumslög fyrir dönsku listakonuna Jomi Massage árið 2004 en skömmu síðar fór ég að vinna sem plötusnúður á stað sem kallast Nice N Sleazy og þar tók ég líka að mér viðburðaplakötin.“tónlistarmenn vita hvað þeir vilja ekki segir Hrafnhildur um plötuumslögin.Erfitt en gefandi að hitta í mark „Fyrir mér var þessi hönnun skemmtileg tilbreyting frá minni myndlistarvinnu. Það er ákveðið frelsi í því að vinna með svona tímabundna miðlun eins og plakatið. Ég nota lánaðar og fundnar myndir af internetinu eða úr bókum og þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af túlkun, hef bara gaman af og get flippað smá. Við plötuumslögin er gaman að geta unnið með fólki og að því að finna það sem því finnst passa best við sitt listaverk, nefnilega tónlistina. Oft veit fólk ekki hvað það vill fyrr en það sér eitthvað sem það vill alls ekki. Þannig að þetta getur verið langt og erfitt ferli en líka mjög gefandi þegar maður hittir í mark.“Hrafnhildur fer á flug í fundnu efni við plakatagerðina. fréttablaðið/ mynd úr einkasafniAllt í einu komið heildstætt verk „Hugmyndin að sýningunni kom frá Selmu Hreggviðsdóttur, sem er að vinna á Lighthouse. Hún bauð mér að gera sýningu úr plakötunum, sem eru orðin yfir hundrað talsins, ásamt öðrum grafískum verkefnum sem ég hef fengist við í gegnum árin. Ég hef alltaf litið á þetta sem hliðargrein við myndlistina og hafði ekki áttað mig á hvað þetta er orðið mikið safn af verkefnum. Á sýningunni verða um 100 plaköt og 10-15 plötuumslög. Það er frábært að sjá þetta allt saman og gaman að geta litið á þetta sem heildstætt verk sem á margan hátt tengist hinni vinnunni minni, þótt útkoman líti allt öðru vísi út. Næst á dagskrá er listamannadvöl í Noregi í mars og apríl. Ég hef ekki farið í svona langa vinnudvöl síðan ég var ólétt fyrir 13 árum þannig að það verður spennandi. Kærkomið tækifæri til að einbeita sér að listinni, en ekki sinna henni með þremur hlutastörfum og mömmuhlutverkinu.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira