Myrtur eftir PEGIDA-fund Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2015 08:00 Fjöldi þeirra sem styðja samtökin hefur farið stigvaxandi frá stofnun þeirra. Hið sama má segja um fjölda andstæðinga þeirra. vísir/ap Í kjölfar árásanna í París í síðustu viku birtust rótarskot hreyfingarinnar víðs vegar um Evrópu. Meðlimir hreyfingarinnar hafa látið andúð sína á íslam í ljós á hverjum mánudegi síðan í október og hafa aldrei verið fleiri en síðasta mánudag. Helsta vígi samtakanna er í Dresden en morguninn eftir síðasta fund þar í borg fannst tvítugur erítreskur hælisleitandi stunginn til bana. Maðurinn fannst látinn skammt frá heimili sínu á þriðjudagsmorgni. Hann hafði hlotið stungusár á hálsi og brjósti sem drógu hann til dauða. Lögreglurannsókn hófst á miðvikudag og munu ríflega tuttugu lögreglumenn annast hana. Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes (PEGIDA), eða Þjóðræknir Evrópubúar gegn auknum áhrifum íslams á Vesturlöndum eins og það útleggst á hinu ylhýra, eru samtök sem stofnuð voru í október síðastliðnum í Dresden í Þýskalandi. Á fyrsta fund samtakanna í október mættu um 350 manns en á mánudag er talið að minnst 25.000 manns hafi verið samankomnir í Dresden. Fundir fóru einnig fram víðar um Þýskaland og telja yfirvöld að yfir 100.000 hafi sýnt málstaðnum stuðning. Í Leipzig voru um fjögur þúsund manns samankomin en í Berlín mættu aðeins um fjögur hundruð og hópurinn í München var enn fámennari. Á öllum þessum stöðum voru allt að tífalt stærri hópar komnir saman sem mótmæltu afstöðu PEGIDA.Teygir anga sína um álfuna Á samskiptamiðlinum Facebook má finna rótarskot samtakanna í mörgum löndum Evrópu, til að mynda í Sviss, á Íslandi og í Danmörku. „Við höfum fylgst með þýsku hreyfingunni í umtalsverða stund og séð að hún er jákvæð og friðsamleg,“ segir Nicolai Sennels, stofnandi PEGIDA í Danmörku. Fyrsta gangan í Kaupmannahöfn mun fara fram næstkomandi mánudag. Sennels segist hafa verið í sambandi við lögregluyfirvöld og þau hafi fullvissað hann um að meðlimum verði engin hætta búin af öfgafullum vinstrimönnum. Jafnframt hefur verið tekið fram að rasistar og nýnasistar séu ekki velkomnir í gönguna. „Allir sem ráðast gegn múslimum eða moskum munu verða sóttir til saka og látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sem kanslari þessa lands mun ég verja múslima sem best ég get,“ segir Angela Merkel. Borið hefur á óánægju innan hennar eigin flokks, Kristilegra demókrata, sem telja að hún hafi menningu og uppruna Þýskalands ekki í nógu miklum hávegum. Um heim allan fylgist fólk með litlum hluta Þjóðverja daðra við söguna og vona að sömu mistök endurtaki sig ekki. Tengdar fréttir Mótmæli gegn mótmælum Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda. 13. janúar 2015 07:00 Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu. 6. janúar 2015 20:00 Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Sívaxandi fjöldi hefur tekið þátt í vikulegum mótmælum samtaka gegn "íslamsvæðingu Vesturlanda“ í Þýskalandi. 3. janúar 2015 06:30 Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“. 7. janúar 2015 11:15 Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Í kjölfar árásanna í París í síðustu viku birtust rótarskot hreyfingarinnar víðs vegar um Evrópu. Meðlimir hreyfingarinnar hafa látið andúð sína á íslam í ljós á hverjum mánudegi síðan í október og hafa aldrei verið fleiri en síðasta mánudag. Helsta vígi samtakanna er í Dresden en morguninn eftir síðasta fund þar í borg fannst tvítugur erítreskur hælisleitandi stunginn til bana. Maðurinn fannst látinn skammt frá heimili sínu á þriðjudagsmorgni. Hann hafði hlotið stungusár á hálsi og brjósti sem drógu hann til dauða. Lögreglurannsókn hófst á miðvikudag og munu ríflega tuttugu lögreglumenn annast hana. Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes (PEGIDA), eða Þjóðræknir Evrópubúar gegn auknum áhrifum íslams á Vesturlöndum eins og það útleggst á hinu ylhýra, eru samtök sem stofnuð voru í október síðastliðnum í Dresden í Þýskalandi. Á fyrsta fund samtakanna í október mættu um 350 manns en á mánudag er talið að minnst 25.000 manns hafi verið samankomnir í Dresden. Fundir fóru einnig fram víðar um Þýskaland og telja yfirvöld að yfir 100.000 hafi sýnt málstaðnum stuðning. Í Leipzig voru um fjögur þúsund manns samankomin en í Berlín mættu aðeins um fjögur hundruð og hópurinn í München var enn fámennari. Á öllum þessum stöðum voru allt að tífalt stærri hópar komnir saman sem mótmæltu afstöðu PEGIDA.Teygir anga sína um álfuna Á samskiptamiðlinum Facebook má finna rótarskot samtakanna í mörgum löndum Evrópu, til að mynda í Sviss, á Íslandi og í Danmörku. „Við höfum fylgst með þýsku hreyfingunni í umtalsverða stund og séð að hún er jákvæð og friðsamleg,“ segir Nicolai Sennels, stofnandi PEGIDA í Danmörku. Fyrsta gangan í Kaupmannahöfn mun fara fram næstkomandi mánudag. Sennels segist hafa verið í sambandi við lögregluyfirvöld og þau hafi fullvissað hann um að meðlimum verði engin hætta búin af öfgafullum vinstrimönnum. Jafnframt hefur verið tekið fram að rasistar og nýnasistar séu ekki velkomnir í gönguna. „Allir sem ráðast gegn múslimum eða moskum munu verða sóttir til saka og látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sem kanslari þessa lands mun ég verja múslima sem best ég get,“ segir Angela Merkel. Borið hefur á óánægju innan hennar eigin flokks, Kristilegra demókrata, sem telja að hún hafi menningu og uppruna Þýskalands ekki í nógu miklum hávegum. Um heim allan fylgist fólk með litlum hluta Þjóðverja daðra við söguna og vona að sömu mistök endurtaki sig ekki.
Tengdar fréttir Mótmæli gegn mótmælum Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda. 13. janúar 2015 07:00 Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu. 6. janúar 2015 20:00 Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Sívaxandi fjöldi hefur tekið þátt í vikulegum mótmælum samtaka gegn "íslamsvæðingu Vesturlanda“ í Þýskalandi. 3. janúar 2015 06:30 Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“. 7. janúar 2015 11:15 Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mótmæli gegn mótmælum Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda. 13. janúar 2015 07:00
Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu. 6. janúar 2015 20:00
Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Sívaxandi fjöldi hefur tekið þátt í vikulegum mótmælum samtaka gegn "íslamsvæðingu Vesturlanda“ í Þýskalandi. 3. janúar 2015 06:30
Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“. 7. janúar 2015 11:15
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14