Káta kylfinginn í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2015 06:45 Fyrirliðinn Guðjón Valur fann hamingjustaðinn sinn í gær. fréttablaðið/eva björk Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við. HM 2015 í Katar Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira
Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við.
HM 2015 í Katar Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira