Handbolti

Ísland á fjóra þjálfara sem eru á toppnum í Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson þjálfar besta liðið í Danmörku.
Aron Kristjánsson þjálfar besta liðið í Danmörku. vísir/eva björk
Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku, hefur fylgst grannt með handbolta í áratugi og segir óneitanlega sérstakt hversu margir íslenskir handboltaþjálfarar hafa náð langt á alþjóðavettvangi.

„Að jafn fámenn þjóð og Ísland eigi þjálfara tveggja stærstu handboltaþjóða heims er ótrúlegt,“ sagði Nyegaard við Fréttablaðið í gær.

„Ef við lítum svo út fyrir HM í handbolta þá er Alfreð Gíslason hjá Kiel, sigursælasta félagsliði heims, og Aron Kristjánsson að þjálfa besta lið Danmerkur sem er stór handboltaþjóð. Ísland á fjóra þjálfara sem eru á toppnum í Evrópu.“

Hann á von á því að leikur Danmerkur og Þýskalands í kvöld verði taktísk skák þjálfaranna Guðmundar og Dags.

„Þeir eru báðir hæglátir menn og rólegir. En þeir hafa gríðarlegan metnað og mjög skýrar hugmyndir um hvað þeir vilja fá fram. Þeir hugsa mörg skref fram í tímann í einu og það verður afar áhugavert að horfa á leikinn út frá sjónarmiði þjálfaranna.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Snorri Steinn með tvöfalt tímamótamark á móti Alsír

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sögulegt mark fyrir íslenska handboltalandsliðið í sigurleiknum á móti Alsír á HM í handbolta í gær. Fyrra mark Snorra í leiknum var nefnilega tvöfalt tímamótamark.

Aron Rafn: Gaui er búinn að tala um að hann geti þetta ennþá

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig mjög vel þegar hann kom inná í leiknum gegn Alsír í gær. Hann varði 6 af 9 skotum á lokakaflanum þegar Íslendingar náðu að sigla sigrinum í höfn. Aron Rafn bíður spenntur eftir leiknum við Frakka en Arnar Björnsson hitti á hann í dag.

Gunnar Magg: Frakkar með frábært lið en alls ekki ósigrandi

Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari landsliðsins gegnir þýðingarmiklu hlutverki í liðinu. Hann situr lengi fram eftir nóttu við að klippa myndir úr leikjum. Hann býr yfir mikilli þekkingu á næsta mótherja. En hversu góðir eru Frakkar?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×