Lífið

Mikill áhugi erlendra keppenda

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hátíðin fór fyrst fram í fyrra.
Hátíðin fór fyrst fram í fyrra. mynd/iwg
Hátíðin Icelandic Winter Games (IWG), eða íslensku vetrarleikarnir, fer fram á Akureyri dagana 6.-14. mars næstkomandi. Þar sameinast undir einum hatti hátíðirnar Éljagangur, sem fór fyrst fram 2011, og IWG, sem fram fór í fyrra.

„Helsta breytingin, fyrir utan sameininguna, er sú að hátíðin er komin í svokallaðan gullflokk,“ segir Sigurður Svansson. Munurinn felst í því að verðlaunafé er meira. Hátíðin er orðin partur AFP World Tour og þar er gullflokkur næst efstur í röðinni.



Aðalviðburðir hátíðarinnar fara fram helgina 12.-14. mars en það verður skíðafimin. Meðal þess sem verður í boði fyrir áhorfendur eru brettamót, norðurljósaferðir, útsýnisflug með þyrlu, vélsleðaspyrna og það er aðeins toppurinn á ísjakanum.

„Það er aukin ásókn að utan frá keppendum. Skíðahluti hátíðarinnar er orðin partur af erlendri mótaröð og það trekkir mikið að,“ segir Sigurður. Fjöldi skráðra keppenda hleypur nú á tugum og vonast er til að þeir nái upp í tæplega eitt hundrað.

„Þetta er ný hátíð og ef hún heldur áfram að vaxa á þessum hraða þá er aldrei að vita hvernig þetta mun enda hjá okkur eftir nokkur ár.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.