Menning

Alltaf nýtt og nýtt efni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 Þóra Einarsdóttir söngkona og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari koma fram á tónleikunum ásamt fleirum.
Þóra Einarsdóttir söngkona og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari koma fram á tónleikunum ásamt fleirum. Vísir/Valgarður
„Þrátt fyrir að ævi Mozarts væri stutt er höfundarverk hans svo stórt að það er nær ótæmandi sjóður. Því getum við alltaf flutt nýtt og nýtt efni fyrir kammersveit á þessum afmælistónleikum,“ segir Laufey Sigurðardóttir umsjónarmaður tónleika sem haldnir verða á Kjarvalsstöðum á morgun, þriðjudag,  í boði Reykjavíkurborgar. Hefð er komin á slíkan viðburð á fæðingardegi tónskáldsins.



Á efnisskránni eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu, sönglög og endað á Exultate Jubilate.

Flytjendur eru þau Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Jónsson tenór, Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og Aladár Rácz á píanó. Atli Heimir Sveinsson tónskáld fjallar um Mozart og tónlistina sem flutt verður.

Tónleikarnir hefjast klukkan 18 á morgun og aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×