Óveðrið hafði áhrif víða ingvar haraldsson skrifar 26. janúar 2015 07:00 Ferðalangar máttu klæða sig vel og vera á góðum skóm til þess að lenda ekki í vandræðum. vísir/ernir Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira
Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störfum í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesjum og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kallaðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði og Laxárdalsheiði var lokað vegna veðursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallvegum um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins.Flugi aflýst og lokanir hunsaðar Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lögreglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrúlegt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mestur varð meðalvindhraðinn á heiðinni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvindhraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhraðinn í hviðum 40 metrar á sekúndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kalt veður við Kanada skýrir djúpar lægðir að hluta Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir landið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undanförnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægðirnar verða oft krappari og öflugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loftinu komist suðvestanátt að landinu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira