Innlent

Fleiri staðir á teikniborðinu

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Undirrituðu samning. Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, og Guðrún Kristmundsdóttir, annar eigenda Bæjarins beztu pylsna.
Undirrituðu samning. Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, og Guðrún Kristmundsdóttir, annar eigenda Bæjarins beztu pylsna. Fréttablaðið/aðsend mynd
Bæjarins beztu pylsur hafa samið við Vífilfell til ársins 2020 um sölu drykkjarfanga frá fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu vegna þessa segir að Bæjarins beztu séu nú á fimm stöðum en á teikniborðinu sé að opna fleiri staði.

Bæjarins beztu pylsur er eitt elsta fyrirtækið í miðborg Reykjavíkur og fagnar 78 ára afmæli í ár.

Fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því það hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa fjórir ættliðir pylsusala starfað þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×