Innlent

Stelpur rokka og fá 7,5 milljónir

garðar örn úlfarsson skrifar
Samtökin Stelpur rokka vilja auka vægi kvenna í rokktónlist.
Samtökin Stelpur rokka vilja auka vægi kvenna í rokktónlist. fréttablaðið/Stefán
„Markmið samtakanna Stelpur rokka er að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi og verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi,“ segir í samningi samtakanna við Reykjavíkurborg.

„Kjarni starfseminnar er rokksumarbúðir fyrir tólf til sextán ára stúlkur þar sem þær læra á hljóðfæri, spila í hljómsveit og semja,“ segir í samningnum. „Á öllu kynningarefni félagasamtakanna Stelpur rokka, jafnt innanlands sem utan, komi fram að verkefnið sé styrkt af Reykjavíkurborg.“

Borgarráð samþykkti að veita samtals 7,5 milljónir króna til verkefnisins á næstu þremur árum.

Verkefnið er sagt falla vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem meðal annars „kveður á um að börnum og unglingum sé veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjamynda“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×