Viðskipti innlent

Níu prósent hækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Friðriksson er enn þá við loðnuleit.
Árni Friðriksson er enn þá við loðnuleit. fréttablaðið/gva
Gengi bréfa í HB Granda hefur hækkað um tæplega níu prósent frá því á fimmtudagsmorgun. Í lok miðvikudagsins var gengi bréfa 36,15 en eftir hádegi í gær stóðu þau í 39,23. HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll Íslands.

Hækkunina má líklega rekja til þess að Hafrannsóknastofnun tilkynnti á föstudaginn að mikið magn loðnu hefði fundist í leit stofnunarinnar. Hafró myndi leggja til að loðnukvótinn yrði aukinn að minnsta kosti um 100 þúsund tonn.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú að endurtaka mælingar og mun þeim ljúka í þessari viku. Í kjölfar mælinga á stærð loðnustofnsins í september og október síðastliðnum lagði Hafrannsóknastofnun til að heildaraflamark vertíðarinnar yrði 260 þúsund tonn.

Gengi bréfa í HB Granda hefur hækkað um 34 prósent á hálfu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×