Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta svavar hávarðsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Verkefnið hefur vakið athygli erlendis og Lonely Planet hefur valið ísgöngin einn mest spennandi viðkomustaðinn árið 2015. mynd/IceCaveiceland Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira