Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta svavar hávarðsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Verkefnið hefur vakið athygli erlendis og Lonely Planet hefur valið ísgöngin einn mest spennandi viðkomustaðinn árið 2015. mynd/IceCaveiceland Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira