Úr örvæntingu yfir í andakt Jónas Sen skrifar 7. febrúar 2015 16:30 „Rétta stemningin var alltaf til staðar,“ segir meðal annars í dómnum. Vísir/Ernir Tónleikar Verk eftir Huga Guðmundsson, Dobrinka Tabakova og Hafliða Hallgrímsson Kammersveit Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 1. febrúar. Lokatónleikar Myrkra músíkdaga skörtuðu frumflutningi á verki eftir Huga Guðmundsson. Kammersveit Reykjavíkur lék það undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Þetta var einleikskonsert þar sem í aðalhlutverki var óvanalegt hljóðfæri: Kantele. Það er nokkurs konar harpa sem liggur flöt á borði. Hún er ættuð frá Finnlandi og er lítil, inniheldur um 40 strengi, u.þ.b. 60-80 sm löng. Hljómurinn minnir á smágerðar bjöllur og er einkar sjarmerandi. Röddin er afar veikburða, og þess vegna þarf að magna hana upp á tónleikum, sérstaklega þegar hún þarf að heyrast yfir heila kammersveit. Ég er á því að það hefði mátt hækka aðeins í henni á tónleikunum nú. Einleikarinn hét Eva Alkula frá Finnlandi, hún spilaði glæsilega en var ansi oft yfirgnæfð af hljómsveitinni. Það var synd, því tónlistin var falleg. Hún bar nafnið Alkul, sem er dregið af nafni einleikarans. Mögulega mátti greina einhvern kulda í tónlistinni, sem var vissulega dálítið fjarlæg. Það var í henni tregi, en samt var hún ekki drungaleg. Þvert á móti var í henni skáldskapur sem var ákaflega hrífandi. Næst á dagskrá var sellókonsert eftir búlgarska konu að nafni Dobrinka Tabakova. Þar var Sigurður Bjarki Gunnarsson í einleikshlutverkinu. Hann virkaði nokkuð óöruggur á stöku stað, en annars var leikur hans kraftmikill og margbrotinn. Tónlistin krafðist líka tilþrifa, hún var mjög dramatísk, myndræn, nánast eins og hún væri samin fyrir kvikmynd. Heljarinnar átök áttu sér stað í henni, allt frá myrkri stemningu í upphafi yfir í mikla andakt í lokin. Hugsanlega mátti túlka það sem ferðalag úr myrkrinu yfir í ljósið. Eftir hlé var á efnisskránni Double Image fyrir strengjasveit eftir Hafliða Hallgrímsson. Það er umritun á strengjakvartett nr. 2 eftir hann. Þetta er frábær tónsmíð, einstaklega dáleiðandi. Sorgin svífur yfir vötnunum. Þó er tónlistin ekki fráhrindandi, heldur falleg, hæg umbreyting úr örvæntingu yfir í hástemmdan innileika. Kammersveitin spilaði öll verkin prýðilega, þótt hún hefði kannski mátt vera meira samtaka í því síðasta. Rétta stemningin var alltaf til staðar, skáldskapnum var ávallt miðlað til áheyrenda í ómengaðri mynd. Þá skipta fáeinir hnökrar litlu máli. Þannig á það einmitt að vera.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur. Gagnrýni Menning Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónleikar Verk eftir Huga Guðmundsson, Dobrinka Tabakova og Hafliða Hallgrímsson Kammersveit Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 1. febrúar. Lokatónleikar Myrkra músíkdaga skörtuðu frumflutningi á verki eftir Huga Guðmundsson. Kammersveit Reykjavíkur lék það undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Þetta var einleikskonsert þar sem í aðalhlutverki var óvanalegt hljóðfæri: Kantele. Það er nokkurs konar harpa sem liggur flöt á borði. Hún er ættuð frá Finnlandi og er lítil, inniheldur um 40 strengi, u.þ.b. 60-80 sm löng. Hljómurinn minnir á smágerðar bjöllur og er einkar sjarmerandi. Röddin er afar veikburða, og þess vegna þarf að magna hana upp á tónleikum, sérstaklega þegar hún þarf að heyrast yfir heila kammersveit. Ég er á því að það hefði mátt hækka aðeins í henni á tónleikunum nú. Einleikarinn hét Eva Alkula frá Finnlandi, hún spilaði glæsilega en var ansi oft yfirgnæfð af hljómsveitinni. Það var synd, því tónlistin var falleg. Hún bar nafnið Alkul, sem er dregið af nafni einleikarans. Mögulega mátti greina einhvern kulda í tónlistinni, sem var vissulega dálítið fjarlæg. Það var í henni tregi, en samt var hún ekki drungaleg. Þvert á móti var í henni skáldskapur sem var ákaflega hrífandi. Næst á dagskrá var sellókonsert eftir búlgarska konu að nafni Dobrinka Tabakova. Þar var Sigurður Bjarki Gunnarsson í einleikshlutverkinu. Hann virkaði nokkuð óöruggur á stöku stað, en annars var leikur hans kraftmikill og margbrotinn. Tónlistin krafðist líka tilþrifa, hún var mjög dramatísk, myndræn, nánast eins og hún væri samin fyrir kvikmynd. Heljarinnar átök áttu sér stað í henni, allt frá myrkri stemningu í upphafi yfir í mikla andakt í lokin. Hugsanlega mátti túlka það sem ferðalag úr myrkrinu yfir í ljósið. Eftir hlé var á efnisskránni Double Image fyrir strengjasveit eftir Hafliða Hallgrímsson. Það er umritun á strengjakvartett nr. 2 eftir hann. Þetta er frábær tónsmíð, einstaklega dáleiðandi. Sorgin svífur yfir vötnunum. Þó er tónlistin ekki fráhrindandi, heldur falleg, hæg umbreyting úr örvæntingu yfir í hástemmdan innileika. Kammersveitin spilaði öll verkin prýðilega, þótt hún hefði kannski mátt vera meira samtaka í því síðasta. Rétta stemningin var alltaf til staðar, skáldskapnum var ávallt miðlað til áheyrenda í ómengaðri mynd. Þá skipta fáeinir hnökrar litlu máli. Þannig á það einmitt að vera.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira