Innlent

Telur sig ekki þurfa að víkja fyrir konu

sveinn arnarsson skrifar
Ögmundur Jónasson telur sig ekki þurfa að víkja til að rýma fyrir konu sem aðalmanni.
Ögmundur Jónasson telur sig ekki þurfa að víkja til að rýma fyrir konu sem aðalmanni.
Ögmundur Jónasson, fulltrúi Íslands í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins, segist ekki þurfa að víkja sæti sem aðalmaður fyrir konu.

„Ég er kosinn í ráðið af Alþingi. Ef Alþingi vill breyta því þá gerir Alþingi það,“ segir Ögmundur.

Upp er komin sú staða að Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, getur ekki hætt sem aðalmaður í ráðinu vegna reglna um kynjakvóta.

Karl Garðarsson og Ögmundur Jónasson sitja einnig sem varamenn í ráðinu og telja sjálfstæðismenn að nú sé röðin komin að Framsóknarflokki og VG að breyta skipan sinni.

Þórunn Egilsdóttir, Þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir málefnið hafa verið rætt innan þingflokks en engin ákvörðun tekin um framtíðarskipan í ráðið. Hún segir ekkert að núverandi skipan í ráðið.

„Við höfum engin viðbrögð fengið frá Evrópuráðinu um núverandi stöðu og erum innan allra regla, auðvitað förum við að reglum í þessu eins og öðru,“ segir Þórunn.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið orðið nokkuð undarlegt.

„Það er bagalegt að Sjálfstæðisflokkurinn, með sína 19 þingmenn, geti ekki fundið konu til að taka við af Unni Brá, ef hún er svona önnum kafin,“ segir Svandís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×