Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Kristján Þór Júlíusson segir enga ástæðu til að vefengja að á sumum sviðum í málaflokknum megi gera betur. „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra beðinn um viðbrögð við umfjöllun helgarblaðs Fréttablaðsins um slæma umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Hann segist hafa fengið sting í hjartað. Verið að undirbyggja framtíðarstefnu Kristján segir þessa umræðu koma upp öðru hvoru. Í hvert skipti gefi það tilefni fyrir stjórnvöld að bæta sig. Unnið sé að áætlun um byggingarframkvæmdir og heimahjúkrun og -þjónustu þar sem brýnasta þörfin sé metin til skemmri tíma. Sú vinna verði svo grunnur að áætlun til lengri tíma og þar með stefnu í málaflokknum. Þá er Kristján spurður hvort hann álíti sjálfur að úrbóta sé þörf. „Ég hef enga ástæðu til að vefengja að á sumum sviðum megi gera betur. Það er alltaf uppi álitamál um mönnun en Landlæknisembættið hefur það verkefni að skilgreina mönnunarviðmið. Með nýju ákvæði laga sem tók gildi 1. janúar er Sjúkratryggingum Íslands ætlað að gera samninga við hjúkrunarheimili um þá þjónustu sem verið er að veita. Við þá samningsgerð er eðlilegt að tillit verði tekið til ýmissa þátta, þessara mönnunarviðmiða og annars sem snýr að umönnun," segir Kristján og útskýrir að þessir samningar muni ramma betur inn þörfina og hlutverk stofnananna. „Það sem gerist við þessa breytingu er að við förum að skilgreina betur hvaða þjónustu hinn aldraði á að fá fyrir þá fjármuni sem Alþingi setur til hjúkrunarrýma. Við þurfum nefnilega að horfa á þessa fjármuni sem réttindi hinna öldruðu einstaklinga, sem eigi að nýta til að kaupa þjónustu hjá stofnunum.“Þörf á aukinni fjárveitingu Kristján segir samninga Sjúkratrygginga við hjúkrunarheimilin og skýrslu Ríkisendurskoðunar um afkomu hjúkrunarheimila árið 2013 gefi tilefni til að álykta að þörf sé á auknum fjármunum í þennan þjónustuþátt. Hann hafi sjálfur talað fyrir því. „Þetta er aftur á móti gríðarlega umfangsmikill málaflokkur. Þarna eru miklir fjármunir, tilfinningar og hagsmunir. Það tekur sinn tíma að breyta og bæta.“ Alþingi Tengdar fréttir Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42 Aldraðir með heilabilun: Bundnir í stóla og gefið róandi vegna manneklu Svava Bjarnadóttir sjúkraliði segir aðbúnað og umönnun aldraðra með heilabilun mun verri á Íslandi en í Danmörku. 10. febrúar 2015 07:00 Samfélagið bregst Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. 9. febrúar 2015 07:00 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu. 9. febrúar 2015 19:30 Hin hlandgullnu ár Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? 9. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
„Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra beðinn um viðbrögð við umfjöllun helgarblaðs Fréttablaðsins um slæma umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Hann segist hafa fengið sting í hjartað. Verið að undirbyggja framtíðarstefnu Kristján segir þessa umræðu koma upp öðru hvoru. Í hvert skipti gefi það tilefni fyrir stjórnvöld að bæta sig. Unnið sé að áætlun um byggingarframkvæmdir og heimahjúkrun og -þjónustu þar sem brýnasta þörfin sé metin til skemmri tíma. Sú vinna verði svo grunnur að áætlun til lengri tíma og þar með stefnu í málaflokknum. Þá er Kristján spurður hvort hann álíti sjálfur að úrbóta sé þörf. „Ég hef enga ástæðu til að vefengja að á sumum sviðum megi gera betur. Það er alltaf uppi álitamál um mönnun en Landlæknisembættið hefur það verkefni að skilgreina mönnunarviðmið. Með nýju ákvæði laga sem tók gildi 1. janúar er Sjúkratryggingum Íslands ætlað að gera samninga við hjúkrunarheimili um þá þjónustu sem verið er að veita. Við þá samningsgerð er eðlilegt að tillit verði tekið til ýmissa þátta, þessara mönnunarviðmiða og annars sem snýr að umönnun," segir Kristján og útskýrir að þessir samningar muni ramma betur inn þörfina og hlutverk stofnananna. „Það sem gerist við þessa breytingu er að við förum að skilgreina betur hvaða þjónustu hinn aldraði á að fá fyrir þá fjármuni sem Alþingi setur til hjúkrunarrýma. Við þurfum nefnilega að horfa á þessa fjármuni sem réttindi hinna öldruðu einstaklinga, sem eigi að nýta til að kaupa þjónustu hjá stofnunum.“Þörf á aukinni fjárveitingu Kristján segir samninga Sjúkratrygginga við hjúkrunarheimilin og skýrslu Ríkisendurskoðunar um afkomu hjúkrunarheimila árið 2013 gefi tilefni til að álykta að þörf sé á auknum fjármunum í þennan þjónustuþátt. Hann hafi sjálfur talað fyrir því. „Þetta er aftur á móti gríðarlega umfangsmikill málaflokkur. Þarna eru miklir fjármunir, tilfinningar og hagsmunir. Það tekur sinn tíma að breyta og bæta.“
Alþingi Tengdar fréttir Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42 Aldraðir með heilabilun: Bundnir í stóla og gefið róandi vegna manneklu Svava Bjarnadóttir sjúkraliði segir aðbúnað og umönnun aldraðra með heilabilun mun verri á Íslandi en í Danmörku. 10. febrúar 2015 07:00 Samfélagið bregst Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. 9. febrúar 2015 07:00 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu. 9. febrúar 2015 19:30 Hin hlandgullnu ár Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? 9. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42
Aldraðir með heilabilun: Bundnir í stóla og gefið róandi vegna manneklu Svava Bjarnadóttir sjúkraliði segir aðbúnað og umönnun aldraðra með heilabilun mun verri á Íslandi en í Danmörku. 10. febrúar 2015 07:00
Samfélagið bregst Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. 9. febrúar 2015 07:00
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00
Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu. 9. febrúar 2015 19:30
Hin hlandgullnu ár Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? 9. febrúar 2015 08:00