HSBC tengdur skattsvikum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. febrúar 2015 06:00 Viðskiptavinir HSBC nota hraðbanka við útibú bankans í miðborg Lundúna í gær. Á meðal þeirra sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna segir að bankinn hafi hjálpað að fela fé og skjóta undan skatti er fólk sem tengt hefur verið við vopnasölu, spillingarmál og brot á alþjóðalögum. Fréttablaðið/EPA Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira