Segir embættismenn raga við uppljóstranir sveinn arnarsson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Frumvarp til laga átti að einfalda þagnarskylduákvæðið. Að mati höfunda frumvarpsins eru of mörg loðin og matskennd ákvæði í núverandi lögum. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum sem áttu að einfalda og samræma lagaákvæði um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hefur ekki komið inn í þingið þrátt fyrir að hafa verið á þingmálaskrá forsætisráðherra á síðasta þingi. Í þingmálaskrá yfirstandandi þings er frumvarpið ekki á dagskrá.Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata„Þetta frumvarp er mjög mikilvægt að nái fram að ganga,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Eitt mikilvægasta ákvæðið í drögunum er að þagnarskylda opinberra starfsmanna nái ekki undir lögbrot eða aðra háttsemi sem sé ámælisverð og varði hagsmuni þjóðarinnar. Frumvarpið átti að skýra reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og þann 18. nóvember árið 2013 var óskað eftir umsögnum um frumvarpsdrögin. Frumvarpið var samið af Páli Hreinssyni, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Að endingu varð ekkert af því að frumvarpið yrði lagt fram á þingi og ekki er stefnt að því að leggja það fram á yfirstandandi þingi. Í íslenskum lögum eru eitt hundrað ákvæði um þagnarskyldu í íslenskum lögum. Með frumvarpinu átti að einfalda lögin og setja eitt stefnumarkandi ákvæði sem auðveldara væri að fylgja eftir. Einnig var lagt til að 35 þagnarskylduákvæðum yrði breytt í því skyni að fækka ófullkomnum og afar matskenndum þagnarskylduákvæðum sem gilda um starfsmenn stjórnsýslunnar, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það skiptir einnig miklu máli fyrir starfsmenn að hafa þessi lög á hreinu. Á meðan fólk innan stjórnsýslunnar er í vafa hvenær það eigi að þegja eða segja mun það ekki þora að segja frá slæmri stjórnsýslu eða lögbrotum ef það getur átt á hættu að brjóta lög um þagnarskyldu. Ég veit um starfsmenn innan stjórnsýslunnar sem bíða eftir þessum lögum.“ segir Birgitta Jónsdóttir.Jóhannes Þór SkúlasonJóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir þetta frumvarp vera í meðferð í ráðuneytinu og stefnt sé að því að það komi til Alþingis haustið 2015. „Þetta frumvarp er í vinnslu í ráðuneytinu. Óskað var eftir umsögnum um frumvarpið á sínum tíma. Ýmsar athugasemdir bárust sem þurfti að skoða og taka tillit til. Stefnt er að því að talað verði fyrir frumvarpinu næsta haust,“ segir Jóhannes Þór. Alþingi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum sem áttu að einfalda og samræma lagaákvæði um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hefur ekki komið inn í þingið þrátt fyrir að hafa verið á þingmálaskrá forsætisráðherra á síðasta þingi. Í þingmálaskrá yfirstandandi þings er frumvarpið ekki á dagskrá.Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata„Þetta frumvarp er mjög mikilvægt að nái fram að ganga,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Eitt mikilvægasta ákvæðið í drögunum er að þagnarskylda opinberra starfsmanna nái ekki undir lögbrot eða aðra háttsemi sem sé ámælisverð og varði hagsmuni þjóðarinnar. Frumvarpið átti að skýra reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og þann 18. nóvember árið 2013 var óskað eftir umsögnum um frumvarpsdrögin. Frumvarpið var samið af Páli Hreinssyni, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Að endingu varð ekkert af því að frumvarpið yrði lagt fram á þingi og ekki er stefnt að því að leggja það fram á yfirstandandi þingi. Í íslenskum lögum eru eitt hundrað ákvæði um þagnarskyldu í íslenskum lögum. Með frumvarpinu átti að einfalda lögin og setja eitt stefnumarkandi ákvæði sem auðveldara væri að fylgja eftir. Einnig var lagt til að 35 þagnarskylduákvæðum yrði breytt í því skyni að fækka ófullkomnum og afar matskenndum þagnarskylduákvæðum sem gilda um starfsmenn stjórnsýslunnar, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það skiptir einnig miklu máli fyrir starfsmenn að hafa þessi lög á hreinu. Á meðan fólk innan stjórnsýslunnar er í vafa hvenær það eigi að þegja eða segja mun það ekki þora að segja frá slæmri stjórnsýslu eða lögbrotum ef það getur átt á hættu að brjóta lög um þagnarskyldu. Ég veit um starfsmenn innan stjórnsýslunnar sem bíða eftir þessum lögum.“ segir Birgitta Jónsdóttir.Jóhannes Þór SkúlasonJóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir þetta frumvarp vera í meðferð í ráðuneytinu og stefnt sé að því að það komi til Alþingis haustið 2015. „Þetta frumvarp er í vinnslu í ráðuneytinu. Óskað var eftir umsögnum um frumvarpið á sínum tíma. Ýmsar athugasemdir bárust sem þurfti að skoða og taka tillit til. Stefnt er að því að talað verði fyrir frumvarpinu næsta haust,“ segir Jóhannes Þór.
Alþingi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira