Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Andri Ólafsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 16. febrúar 2015 07:00 Kona sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana um helgina var færð fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness klukkan þrjú í gærdag þar sem kveðinn var upp yfir henni gæsluvarðhaldsúrskurður. Fréttablaðið/Stefán Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira