Erlent

Viðræðum miðar lítið áfram

guðsteinn bjarnason skrifar
Janis Varúfakiser enn bjartsýnn, þótt hægt gangi í Brussel.
Janis Varúfakiser enn bjartsýnn, þótt hægt gangi í Brussel. fréttablaðið/EPA
Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, hefur ásamt fleiri ráðamönnum setið á fundum í Brussel undanfarið og reynt að ná samkomulagi við ESB um framhald efnahagsaðstoðar.

ESB hefur gefið Grikkjum frest fram á föstudag til að ná samkomulagi, en Alexis Tsipras forsætisráðherra segir ekki hægt að taka mark á slíku. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í gær að lítið hefði miðað. Grikkir verði nú að taka ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram að fá efnahagsaðstoð eða ekki.

Tsipras segir það hafa komið sér á óvart hve kurteis Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi verið: „Ekki eins ströng og maður heldur þegar maður þekkir hana bara úr fjölmiðlum.“ Gríska þingið ákvað að ganga til atkvæða á föstudag um umbótapakka ríkisstjórnarinnar, þar sem gengið er út frá því að ekki verði haldið áfram að greiða niður ríkisskuldir með sama hraða og áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×