Erlent

Í Guantanamo án dóms og laga í sex ár

Ingólfur Eiríksson skrifar
David Hicks segir mikinn létti að loks hafi fengist botn í málið.
David Hicks segir mikinn létti að loks hafi fengist botn í málið. Vísir/EPA
Bandarískur dómstóll hefur fellt dóm yfir Guantanamo-fanganum David Hicks úr gildi. Hicks, sem er ástralskur ríkisborgari, var dæmdur í sjö ára skilorðsbundið fangelsi árið 2007 eftir að hann játaði fyrir herrétti að hafa liðsinnt hryðjuverkamönnum. Hann hafði þá verið fangi í Guantanamo í tæp sex ár.

Í úrskurðinum á miðvikudag kemur fram að Hicks hafi ekki gerst sekur um stríðsglæp og því hefði ekki átt að höfða mál gegn honum fyrir herrétti. Lagaheimild til að kæra þá sem liðsinna hryðjuverkamönnum fyrir stríðsglæpi kemur ekki til sögunnar fyrr en 2006, fimm árum eftir að Hicks framdi sinn glæp.

Hicks sagðist þykja sanngjarnt að honum væri bættur skaðinn af þeim líkamlegu og andlegu pyntingum sem hann hafi verið beittur um árabil.

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sagði: „Við skulum ekki gleyma því, hvað sem lagatæknileg atriði segja…að hann viðurkennir sjálfur að hafa haft illt eitt í hyggju.“

Þetta er annar dómurinn yfir Guantanamo-fanga sem er felldur úr gildi á þessu ári og hafa málshöfðanir gegn föngunum sjaldan borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×