Hver er þessi Al Thani? Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. febrúar 2015 09:00 sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani vísir/Halldór Lítið sem ekkert hefur heyrst né spurst til mannsins sem Al Thani-sakamálið er nefnt eftir í daglegu tali, Sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani eða einfaldlega Sjeik Mohammed, eftir að rannsókn hófst á málinu hér á landi. Al Thani-málið svokallaða er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni sem sérstakur saksóknari rak gegn fjórum einstaklingum, fyrrverandi stjórnendum eða eigendum bankans, vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við hinn vellauðuga kaupsýslumann Sjeik Mohammed frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Samningar tókust hinn 22. september 2008 um að Sjeik Mohammed keypti rúmlega fimm prósent hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins. Lítið er vitað um Sjeik Mohammed á Íslandi og á tímabili velti ákæruvaldið fyrir sér hvort hann væri yfirhöfuð til.Núverandi emír í Katar er sjeik Mamim bin Hamad bin Khalifa Al ThaniEin efnaðasta fjölskylda heims Al Thani-ættin hefur verið við völd í Katar síðan á 19. öld. Katar er eitt auðugasta ríki heims í ljósi auðugra náttúruauðlinda og er Al Thani-ættin ein efnaðasta fjölskylda heims. Um er að ræða einveldi sem erfist í beinan karllegg. Emírinn er höfuð ættarinnar og hann velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Sjeik Mohammed er fæddur árið 1964 í Doha, höfuðborg Katar. Hann býr í höllinni Al Shahaniya Pallace í bænum Al Shahaniya. Faðir sjeiks Mohammeds er sjeik Khalifa bin Hamad Al Thani. Hann var einráður emír í Katar 1972 til 1995. Einn bræðra sjeik Mohammeds er sjeik Hamad bin Khalifa Al Thani en hann var emír í Katar 1995 til 2013 eftir að hafa steypt föður þeirra af stóli. Flökkusagan í Katar segir að ósætti hafi orðið innan fjölskyldunnar eftir valdatökuna þar sem hinir bræðurnir, meðal annars sjeik Mohammed, hefðu getað orðið einvaldir. Á þeim tíma er viðskipti íslensku fjórmenninganna áttu sér stað við sjeik Mohammed var hann bróðir ríkjandi emírs í Katar. Núverandi emír í Katar er sjeik Tamim bin Hamad bin Khalifa Al Thani og er bróðursonur sjeik Mohameds. Fáar myndir eru til af sjeik Mohammed. Hér er skjáskot af netmiðli Katar. Hann er annar frá vinstri.Svona kynntist Al Thani Kaupþingsmönnum Sjeik Mohammed er mikill áhugamaður um hestamennsku og er eigandi Al Shahania Stud sem er viðurkennt alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki. Tenging sjeik Mohammeds við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar. Vinskapur þeirra er sagður kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni, en Ólafur heimsótti meðal annars Al Shahania-býlið í Doha sem er í eigu sjeiksins. Ólafur Ólafsson var sá sem kynnti sjeik Mohammed fyrir Kauþingi banka og hafði milligöngu um viðskiptin. Ólafur lýsti því yfir í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi á árinu 2005 kynnst sjeiknum og frænda hans sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, sem kom að undirbúningi viðskiptanna með hlutabréf í Kaupþingi. Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani kom til Íslands með Sigurði Einarssyni árið 2008 og sótti hann kynningarfund um Kaupþing banka hf. með Hreiðari Má, fyrrverandi forstjóra bankans. Ólafur og Sigurður voru við skotveiðar í Englandi árið 2008 með þeim frændum, sjeik Mohammed og sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, þar sem þeir lýstu yfir hrifningu sinni á bankanum. Fljótlega eftir veiðiferðina bar Hreiðar Már upp við Ólaf að kanna hvort sjeik Mohammed kynni að hafa áhuga á að kaupa hlut í bankanum, sem hann gerði og stuttu síðar var staðfest að áhugi væri fyrir hendi. Samkomulag tókst svo í september 2008.Sögulegur dómur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Ólafur Ólafsson, fjárfestir hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn fyrir markaðsmisnotkun. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í umboðssvikum. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið.Sjeik Mohammed til vinstriMyndir og upplýsingar um sjeikinn eru af skornum skammtiUpplýsingar um konungsfjölskylduna í Katar eru af skornum skammti. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir þessum fyrri störfum sjeiksins.Stjórnarformaður í Qatar National Bank árið 1990.Fjármálaráðherra í Katar á árunum 1995 til ársins 1998.Ráðgjafi emírsins, bróður síns.Aðstoðarforsætisráðherra Katar í stjórnartíð bróður síns. Fjárfestir Hann á fjölmörg félög um allan heim. Vitað er fyrir víst að ættin hefur fjárfest gríðarlega mikið í London, meðal annars í verslunarhúsinu Harrods.Átti íslensk hlutafélög, meðal annars Q Iceland Finance sem keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi. Ákæran í Al-Thani-málinu snerist að hluta um lánveitingar til aflandsfélaga á Jómfrúaeyjum sem fjármögnuðu Q Iceland Finance. Eigandi „Al Shahania Stud“ sem er alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki í Doha. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lítið sem ekkert hefur heyrst né spurst til mannsins sem Al Thani-sakamálið er nefnt eftir í daglegu tali, Sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani eða einfaldlega Sjeik Mohammed, eftir að rannsókn hófst á málinu hér á landi. Al Thani-málið svokallaða er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni sem sérstakur saksóknari rak gegn fjórum einstaklingum, fyrrverandi stjórnendum eða eigendum bankans, vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við hinn vellauðuga kaupsýslumann Sjeik Mohammed frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Samningar tókust hinn 22. september 2008 um að Sjeik Mohammed keypti rúmlega fimm prósent hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins. Lítið er vitað um Sjeik Mohammed á Íslandi og á tímabili velti ákæruvaldið fyrir sér hvort hann væri yfirhöfuð til.Núverandi emír í Katar er sjeik Mamim bin Hamad bin Khalifa Al ThaniEin efnaðasta fjölskylda heims Al Thani-ættin hefur verið við völd í Katar síðan á 19. öld. Katar er eitt auðugasta ríki heims í ljósi auðugra náttúruauðlinda og er Al Thani-ættin ein efnaðasta fjölskylda heims. Um er að ræða einveldi sem erfist í beinan karllegg. Emírinn er höfuð ættarinnar og hann velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Sjeik Mohammed er fæddur árið 1964 í Doha, höfuðborg Katar. Hann býr í höllinni Al Shahaniya Pallace í bænum Al Shahaniya. Faðir sjeiks Mohammeds er sjeik Khalifa bin Hamad Al Thani. Hann var einráður emír í Katar 1972 til 1995. Einn bræðra sjeik Mohammeds er sjeik Hamad bin Khalifa Al Thani en hann var emír í Katar 1995 til 2013 eftir að hafa steypt föður þeirra af stóli. Flökkusagan í Katar segir að ósætti hafi orðið innan fjölskyldunnar eftir valdatökuna þar sem hinir bræðurnir, meðal annars sjeik Mohammed, hefðu getað orðið einvaldir. Á þeim tíma er viðskipti íslensku fjórmenninganna áttu sér stað við sjeik Mohammed var hann bróðir ríkjandi emírs í Katar. Núverandi emír í Katar er sjeik Tamim bin Hamad bin Khalifa Al Thani og er bróðursonur sjeik Mohameds. Fáar myndir eru til af sjeik Mohammed. Hér er skjáskot af netmiðli Katar. Hann er annar frá vinstri.Svona kynntist Al Thani Kaupþingsmönnum Sjeik Mohammed er mikill áhugamaður um hestamennsku og er eigandi Al Shahania Stud sem er viðurkennt alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki. Tenging sjeik Mohammeds við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar. Vinskapur þeirra er sagður kristallast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni, en Ólafur heimsótti meðal annars Al Shahania-býlið í Doha sem er í eigu sjeiksins. Ólafur Ólafsson var sá sem kynnti sjeik Mohammed fyrir Kauþingi banka og hafði milligöngu um viðskiptin. Ólafur lýsti því yfir í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi á árinu 2005 kynnst sjeiknum og frænda hans sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, sem kom að undirbúningi viðskiptanna með hlutabréf í Kaupþingi. Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani kom til Íslands með Sigurði Einarssyni árið 2008 og sótti hann kynningarfund um Kaupþing banka hf. með Hreiðari Má, fyrrverandi forstjóra bankans. Ólafur og Sigurður voru við skotveiðar í Englandi árið 2008 með þeim frændum, sjeik Mohammed og sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, þar sem þeir lýstu yfir hrifningu sinni á bankanum. Fljótlega eftir veiðiferðina bar Hreiðar Már upp við Ólaf að kanna hvort sjeik Mohammed kynni að hafa áhuga á að kaupa hlut í bankanum, sem hann gerði og stuttu síðar var staðfest að áhugi væri fyrir hendi. Samkomulag tókst svo í september 2008.Sögulegur dómur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Ólafur Ólafsson, fjárfestir hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn fyrir markaðsmisnotkun. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í umboðssvikum. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið.Sjeik Mohammed til vinstriMyndir og upplýsingar um sjeikinn eru af skornum skammtiUpplýsingar um konungsfjölskylduna í Katar eru af skornum skammti. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir þessum fyrri störfum sjeiksins.Stjórnarformaður í Qatar National Bank árið 1990.Fjármálaráðherra í Katar á árunum 1995 til ársins 1998.Ráðgjafi emírsins, bróður síns.Aðstoðarforsætisráðherra Katar í stjórnartíð bróður síns. Fjárfestir Hann á fjölmörg félög um allan heim. Vitað er fyrir víst að ættin hefur fjárfest gríðarlega mikið í London, meðal annars í verslunarhúsinu Harrods.Átti íslensk hlutafélög, meðal annars Q Iceland Finance sem keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi. Ákæran í Al-Thani-málinu snerist að hluta um lánveitingar til aflandsfélaga á Jómfrúaeyjum sem fjármögnuðu Q Iceland Finance. Eigandi „Al Shahania Stud“ sem er alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki í Doha.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira