Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Gunnar Einarsson bæjarstjórinn kveðst vilja hafa aga á umræðunni í Garðabæ. Fréttablaðið/GVA „Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
„Bæjarstjórinn boðar valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki að hafa áheyrnarfulltrúa í nefndum,“ segir María Grétarsdóttir, fulltrúi M-lista, Fólksins í bænum. María vísar til orða Gunnars Einarssonar bæjarstjóra á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúalýðræði 30. janúar síðastliðinn. Þar var meðal annars rætt um áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Gunnar útskýrði þá að fengin reynsla af samskiptum í Garðabæ hefði orðið til þess að leyfa minni framboðunum ekki að fá áheyrnarfulltrúa. „Við treystum ekki viðkomandi, sjáum ekki ástæðu, af hverju ættum við að gera það? Það er ekkert fallegt að segja þetta þegar við erum að tala um lýðræði, en svona er þetta,“ sagði Gunnar á þinginu. Þá bætti bæjarstjórinn við að kannski væri þetta líka gert til að „hafa einhvern aga á umræðunni og hvernig við förum fram við hvort annað, gagnvart fjölmiðlum. Eru minnihlutaflokkarnir, þessi eða hinn flokkur, bara í því að reyna að skapa tortryggni og reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju?“ sagði Gunnar.María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans í Garðabæ.Af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn Garðabæjar hefur Sjálfstæðisflokkur sjö fulltrúa, Björt framtíð tvo og Samfylking og M-listi einn fulltrúa hvort framboð. María segir M-listann og Samfylkingu hafa skipt með sér aðalfulltrúum í nefndum bæjarins. Eftir síðustu kosningar hafi framboðin beðið um en ekki fengið áheyrnarfulltrúa í nefndum sem þau eigi ekki aðalfulltrúa í. „Það skýtur skökku við að Gunnar segi þetta um okkur sem erum að reyna að vinna eftir lögum og reglum og gæta hagsmuna bæjarbúa. Við höfum til dæmis farið fram á að það sé farið eftir innkaupareglum og ekki verið að versla við aðila án útboðs,“ útskýrir María, sem bað bæjarráð um skýringar á orðum Gunnars. Bæjarráðið sagði ekki í sínum verkahring að svara fyrir orð bæjarstjórans. Það sama var uppi á teningnum í bæjarstjórn. María segir bæjarstjórann ekki hafa komið fram af þeirri háttvísi sem kveðið sé á um í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Garðabæ. Að sögn Maríu neitaði Gunnar á bæjarráðsfundinum að skýra fyrrgreind orð sín og að þar með sé málinu lokið af hálfu Fólksins í bænum. Gunnar Einarsson svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira