Lífið

Fyrsta sinn á stóra sviðinu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Una Þorleifsdóttir leikstýrir Konan við 1000°
Una Þorleifsdóttir leikstýrir Konan við 1000° Vísir/Pjetur
Leikstjórinn Una Þorleifsdóttir frumsýnir í fyrsta sinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins þegar leikritið Konan við 1000° flytur sig úr Kassanum og verður sýnt á Stóra sviðinu.

„Það er mjög skemmtilegt, ákveðin áskorun að færa sýninguna á milli sviða en líka mikill heiður og gaman,“ segir Una.

Frumsýningin verður í kvöld og verður sýningafjöldi takmarkaður en Konan við 1000° var fyrst sýnd í september.

Áður leikstýrði Una Harmsögu í Þjóðleikhúsinu en hún útskrifaðist sem leikstjóri úr Royal Holloway, University of London árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×