Innlent

Í atvinnumennsku í hjólreiðakeppnum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ingvar Ómarsson æfir í tuttugu til þrjátíu tíma á viku og er mjög spenntur fyrir því sem er framundan.
Ingvar Ómarsson æfir í tuttugu til þrjátíu tíma á viku og er mjög spenntur fyrir því sem er framundan.
,,Þetta þýðir að ég hef meiri tíma til að æfa og fæ að keppa á stærri mótum erlendis,“ segir Ingvar Ómarsson.

Ingvar gerði nýverið samning við styrktaraðila, sem gerir honum kleift að keppa á stórmótum erlendis.

Með því er hann orðinn fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í hjólreiðum.

Ingvar er 25 ára gamall og er einn af fremstu hjólreiðamönnum landsins. Ingvar sem sérhæfir sig í fjallahjólreiðum hefur undanfarið sigrað fjöldann allan af keppnum hérlendis og árið 2014 var hann kosin hjólreiðamaður ársins.

,,Ég hef lengi haft öfluga styrktaraðila eins og til dæmis Kríu hjól, sem hefur stutt mig frá upphafi,“ segir Ingvar.

Aðspurður hvað sé framundan segist Ingvar byrja keppnistímabilið í Danmörku í næstu viku, þar sem hann mun taka þátt í Cyclocross keppni á Sjálandi. ,,Á næstunni er svo mjög stórt atvinnumannamót í bandaríkjunum og mun ég keppa við þá bestu í bransanum,“ segir Ingvar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×