Alfreð: Enginn ánægður nema við verðum meistarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 06:45 Alfreð Gíslason vill bara það besta. vísir/getty Það er sannkallaður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld er tvö bestu lið Þýskalands - Kiel og Rhein-Neckar Löwen - mætast í Mannheim. Þetta er leikur í átta liða úrslitum keppninnar og sigurvegarinn kemst því í „Final Four“ helgina. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00. Kiel er með tveggja stiga forskot á Löwen í þýsku deildinni og sigurvegarinn í þessum leik verður ansi líklegur til þess að fara alla leið í keppninni. „Þetta verður klárlega hörkuleikur. Bæði lið ætla sér á úrslitahelgina í Hamburg þannig að þetta verður athyglisvert,“ sagði Alfreð er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá á kafi í undirbúningi fyrir leikinn enda ekki þekktur fyrir að slá slöku við.Tvö bestu lið landsins „Ég held að það sé alveg á hreinu að þetta séu tvö bestu liðin í Þýskalandi í dag. Flensburg hefur verið óheppið með meiðsli en svo hafa strákarnir hans Geir Sveinssonar í Magdeburg verið að spila rosalega vel síðustu mánuði.“ Það er ný maður í brúnni hjá Löwen en Daninn Nicolaj Jacobsen tók við þjálfarastarfinu af Guðmundi Guðmundssyni. Alfreð segir að það sé ekki mikill munur á leikstíl liðsins þó svo það sé kominn nýr þjálfari. „Þeir misstu tvo mikilvæga varnarmenn en að öðru leyti er þetta sama liðið. Þetta er nokkurn veginn sami boltinn en smá áherslubreytingar eins og eðlilegt er þegar það kemur nýr maður,“ segir Alfreð en það situr örugglega í leikmönnum Löwen að hafa misst af þýska meistaratitlinum til Kiel í fyrra á grátlegan hátt. „Maður gleymir þessu ekki svo auðveldlega en svona er þetta. Þetta var virkilega sætt.“ Nokkrar breytingar urðu á liði Kiel milli ára og liðið fór frekar hægt af stað. Það er aftur á móti komið á mikla ferð núna og líklegt til afreka í öllum keppnum. „Við byrjum eiginlega alltaf frekar illa og það var kannski ekki mjög óvænt þar sem ég var með þrjá nýja útispilara og svo meiddust bæði Aron Pálmarsson og Filip Jicha í byrjun. Það var erfitt að vera án þeirra lengi. Burtséð frá fyrsta mánuðinum þá höfum við verið að spila mjög vel og alltaf betur og betur. Liðið er á réttri leið þó svo Jicha sé ekki almennilega kominn inn í þetta og Aron hafi verið að detta út nokkrum sinnum.“ Aron kom auðvitað meiddur til Kiel eftir HM eftir að hafa fengið heilahristing. Hann tók því ekki þátt í fyrstu leikjum liðsins eftir dvölina í Katar. „Staðan á honum virðist vera mjög góð núna. Það er ekki annað að sjá en að hann sé laus við allan hausverk og klár í bátana. Það munar um það fyrir okkur.“ Handan við hornið bíða leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Kiel datt ekki í lukkupottinn þegar dregið var því Kiel spilar við nágranna sína og erkifjendur í Flensburg. Þessi lið mættust í úrslitum í fyrra og má því búast við hörkuleikjum. „Svona er þetta bara. Ef maður ætlar að komast til Kölnar þá verður maður að mæta því sem kemur,“ segir Alfreð silkislakur og augljóslega ekki mikið að velta sér upp úr þessu. „Við stefnum að því að vinna alla leiki og komast í allar úrslitakeppnir. Við gerum líka allt til að vinna deildina aftur. Þannig er þetta hérna en við tökum samt alltaf einn leik fyrir í einu. Ég gef aldrei upp mín persónulegu markmið en í Kiel er það þannig að það er aldrei neinn ánægður nema við verðum meistarar.“Erfið kynslóðaskipti hjá Íslandi Akureyringurinn Alfreð segir að það verði ekki eins miklar breytingar hjá liðinu næsta sumar. Helsta breytingin verður sú að báðir markverðir liðsins fara og tveir nýir koma. Annar þeirra er Daninn Niklas Landin sem ver mark Löwen í dag. „Ég vildi endilega fá Landin og ætlaði að stilla honum upp með Johan Sjöstrand. Hann vildi samt frekar vera markvörður númer eitt hjá Melsungen þannig að við fengum annan í hans stað,“ segir Alfreð. Hann fylgdist vel með á HM í Katar en hvernig líst Alfreð á framtíð landsliðsins eftir dapra frammistöðu liðsins í Katar? „Ég veit það ekki alveg. Það eru kynslóðaskipti í gangi þarna sem gætu orðið erfið. Sérstaklega þar sem yngri leikmenn eins og Ólafarnir og Rúnar Kárason hafa verið mikið meiddir.“ Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Fótbolti Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Íslenski boltinn Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Það er sannkallaður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld er tvö bestu lið Þýskalands - Kiel og Rhein-Neckar Löwen - mætast í Mannheim. Þetta er leikur í átta liða úrslitum keppninnar og sigurvegarinn kemst því í „Final Four“ helgina. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00. Kiel er með tveggja stiga forskot á Löwen í þýsku deildinni og sigurvegarinn í þessum leik verður ansi líklegur til þess að fara alla leið í keppninni. „Þetta verður klárlega hörkuleikur. Bæði lið ætla sér á úrslitahelgina í Hamburg þannig að þetta verður athyglisvert,“ sagði Alfreð er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá á kafi í undirbúningi fyrir leikinn enda ekki þekktur fyrir að slá slöku við.Tvö bestu lið landsins „Ég held að það sé alveg á hreinu að þetta séu tvö bestu liðin í Þýskalandi í dag. Flensburg hefur verið óheppið með meiðsli en svo hafa strákarnir hans Geir Sveinssonar í Magdeburg verið að spila rosalega vel síðustu mánuði.“ Það er ný maður í brúnni hjá Löwen en Daninn Nicolaj Jacobsen tók við þjálfarastarfinu af Guðmundi Guðmundssyni. Alfreð segir að það sé ekki mikill munur á leikstíl liðsins þó svo það sé kominn nýr þjálfari. „Þeir misstu tvo mikilvæga varnarmenn en að öðru leyti er þetta sama liðið. Þetta er nokkurn veginn sami boltinn en smá áherslubreytingar eins og eðlilegt er þegar það kemur nýr maður,“ segir Alfreð en það situr örugglega í leikmönnum Löwen að hafa misst af þýska meistaratitlinum til Kiel í fyrra á grátlegan hátt. „Maður gleymir þessu ekki svo auðveldlega en svona er þetta. Þetta var virkilega sætt.“ Nokkrar breytingar urðu á liði Kiel milli ára og liðið fór frekar hægt af stað. Það er aftur á móti komið á mikla ferð núna og líklegt til afreka í öllum keppnum. „Við byrjum eiginlega alltaf frekar illa og það var kannski ekki mjög óvænt þar sem ég var með þrjá nýja útispilara og svo meiddust bæði Aron Pálmarsson og Filip Jicha í byrjun. Það var erfitt að vera án þeirra lengi. Burtséð frá fyrsta mánuðinum þá höfum við verið að spila mjög vel og alltaf betur og betur. Liðið er á réttri leið þó svo Jicha sé ekki almennilega kominn inn í þetta og Aron hafi verið að detta út nokkrum sinnum.“ Aron kom auðvitað meiddur til Kiel eftir HM eftir að hafa fengið heilahristing. Hann tók því ekki þátt í fyrstu leikjum liðsins eftir dvölina í Katar. „Staðan á honum virðist vera mjög góð núna. Það er ekki annað að sjá en að hann sé laus við allan hausverk og klár í bátana. Það munar um það fyrir okkur.“ Handan við hornið bíða leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Kiel datt ekki í lukkupottinn þegar dregið var því Kiel spilar við nágranna sína og erkifjendur í Flensburg. Þessi lið mættust í úrslitum í fyrra og má því búast við hörkuleikjum. „Svona er þetta bara. Ef maður ætlar að komast til Kölnar þá verður maður að mæta því sem kemur,“ segir Alfreð silkislakur og augljóslega ekki mikið að velta sér upp úr þessu. „Við stefnum að því að vinna alla leiki og komast í allar úrslitakeppnir. Við gerum líka allt til að vinna deildina aftur. Þannig er þetta hérna en við tökum samt alltaf einn leik fyrir í einu. Ég gef aldrei upp mín persónulegu markmið en í Kiel er það þannig að það er aldrei neinn ánægður nema við verðum meistarar.“Erfið kynslóðaskipti hjá Íslandi Akureyringurinn Alfreð segir að það verði ekki eins miklar breytingar hjá liðinu næsta sumar. Helsta breytingin verður sú að báðir markverðir liðsins fara og tveir nýir koma. Annar þeirra er Daninn Niklas Landin sem ver mark Löwen í dag. „Ég vildi endilega fá Landin og ætlaði að stilla honum upp með Johan Sjöstrand. Hann vildi samt frekar vera markvörður númer eitt hjá Melsungen þannig að við fengum annan í hans stað,“ segir Alfreð. Hann fylgdist vel með á HM í Katar en hvernig líst Alfreð á framtíð landsliðsins eftir dapra frammistöðu liðsins í Katar? „Ég veit það ekki alveg. Það eru kynslóðaskipti í gangi þarna sem gætu orðið erfið. Sérstaklega þar sem yngri leikmenn eins og Ólafarnir og Rúnar Kárason hafa verið mikið meiddir.“
Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Fótbolti Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Íslenski boltinn Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn