Lífið

Dansar í Billy Elliot

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Mig langar að verða leikkona, læknir eða dansari,“ segir Rut Rebekka.
„Mig langar að verða leikkona, læknir eða dansari,“ segir Rut Rebekka. vísir/pjetur
Dagarnir líða við dans og nám hjá Rut Rebekku Hjartardóttur. Hún er ein þeirra sem svífa um svið Borgarleikhússins í söngleiknum Billy Elliot.

Hvað ertu gömul, Rut Rebekka? Ég er tíu ára en verð ellefu ára 13. mars.

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Fossvogsskóla.

Hvernig er þessi vika hjá þér? Þetta er frumsýningarvika og því er mikið að gera, æfingar alla daga til klukkan ellefu á kvöldin.



Hvernig hefur venjulegur dagur verið hjá þér undanfarið?
Vakna til að fara í skólann en fer fyrr úr honum til að fara beint á æfingu.



Eru margir krakkar á þínum aldri að dansa í Billy Elliot?
Já, nokkrir, við krakkarnir í sýningunni erum á aldrinum 5-15 ára.



Hvernig er að taka þátt í svona stórri sýningu?
Mér finnst það mjög gaman og mikil forréttindi að vinna með svona góðum útlenskum dansþjálfurum og frábærum íslenskum leikurum.



Hefurðu verið áður á sviði?
Ekki í leikriti en ég hef tekið þátt í nemendasýningu JSB í Borgarleikhúsinu.



Hvernig kom það til að þú varst valin?
Þegar ég og vinkona mín, Guðrún Jane, unnum Dansbikarinn hjá JSB í fyrra stakk einn kennarinn upp á að ég færi í prufur fyrir Billy Elliot.



Er langt síðan þú byrjaðir að dansa?
Ég byrjaði í Ballettskóla Eddu Scheving fjögurra ára og fór svo í djassballett í JSB sjö ára.



Áttu fleiri áhugamál?
Já, ég spila á píanó og syng í kór en hef þurft að taka pásu í því eftir áramót.



Hvað langar þig mest að verða þegar þú verður stór?
Mig langar að verða leikkona, læknir eða dansari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×