Lífið

Rassar vinsælir hjá ferðamönnum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
GLÆSILEGIR AFTURENDAR Jóhanna með afturendana í baksýn.
GLÆSILEGIR AFTURENDAR Jóhanna með afturendana í baksýn. Vísir/Auðunn
Jóhanna Bára Þórisdóttir opnaði myndlistarsýningu með því óvenjulega nafni Rassar í sveit. „Ég hef oft sagt að ég máli bara það sem ég sé. Þetta er það sem ég sé. Rassarnir á dýrunum, hvort sem ég er að keyra eða reka dýrin,“ segir Jóhanna.

Hún málar afturenda á dýrum; hænum, kindum, hestum og kúm. „Ég hef einu sinni málað bóndarass, í fötum,“ segir hún og hlær.

En í öllu rassa-æði sem gengur nú yfir heiminn, hefur hún ekki málað neina fræga rassa? „Nei, ég hef ekki gert það, en hef fengið mörg tilboð um að mála rassa á fólki,“ segir Jóhanna sem ætlar að halda sig við dýrin.

Hún segir fólk misánægt með þetta og þá sérstaklega gamlar konur. „Þær eru mjög hneykslaðar og vilja heldur sjá framan í dýrin.“ Myndirnar eru vinsælar hjá erlendum ferðamönnum. „Þeir tengja þetta við landið, því þetta sé það sem þeir sjá, rassarnir og fjöllin,“ segir Jóhanna og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×