Lífið

Málar með hornfirsku náttúruívafi Óskar Guðnason er með málverkasýningu í kaffistofu Domus Medica við Egilsgötu.

Á sýningunniÓskar er í abstraktlistinni eins.
Á sýningunniÓskar er í abstraktlistinni eins.
Á listsýningu Óskar Guðnasonar í Kaffistofu Domus Medica við Egilsgötu eru tólf olíumálverk, unnin á síðustu tveimur árum og tvö akrýlverk. Hann hefur verið að sækja í sig veðrið í listinni og málar abstrakt með hornfirsku náttúruívafi, enda náfrændi Svavars Guðnasonar sem var einn af fyrstu listamönnum þjóðarinnar sem málaði óhlutbundið. „Það er deginum ljósara að enginn borðar málverk,“ segir Óskar, spurður hvort hann lifi á listinni. „En,“ bætir hann við. „Kannski má færa rök fyrir því að listabrölt sé gott fyrir sálina hjá þeim þráhyggjumönnum sem standa í því. Vonandi veitir það líka einhverjum gleði sem á horfa en það er önnur saga.“ -gun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×