Lífið

Gamlinginn 2015

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Ellilífeyririnn er ekki hár og því höldum við fjáröflun til styrktar ferðunum norður,“ segir Þórey Dögg, sem hyggst fara með fjóra þrjátíu manna hópa að Löngumýri í sumar.
"Ellilífeyririnn er ekki hár og því höldum við fjáröflun til styrktar ferðunum norður,“ segir Þórey Dögg, sem hyggst fara með fjóra þrjátíu manna hópa að Löngumýri í sumar. Vísir/Valli
„Við erum með rosa kanónur á þessum tónleikum,“ segir Þórey Dögg Jónsdóttir djákni sem stendur að Gamlingjanum 2015 í Lindakirkju í Kópavogi annað kvöld, miðvikudag,  klukkan 20.

Hún telur upp landsþekkta söngvara eins og Gissur Pál, Guðrúnu Gunnars og Pál Rósinkrans, auk Áslaugar Helgu Hálfdanardóttur, dívu úr Lindakirkju. Óskar Einarsson er tónlistarstjóri.

„Svo kemur Löngumýrargengið fram, í því eru skagfirskir snillingar sem halda uppi skemmtikvöldum á Löngumýri þegar við erum þar,“ segir Þórey Dögg sem er framkvæmdastjóri eldri borgararáðs hjá Reykjavíkurprófastsdæmunum og fer með aldraða í orlofsbúðir á Löngumýri í Skagafirði á sumrin. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar þeirri starfsemi.

„Fólk kemur af öllu landinu og ég fer með 30 manns í einu norður. Fólk sem ekki lengur treystir sér í utanlandsferðir en líður vel í því verndaða umhverfi sem við bjóðum upp á.“

Þórey Dögg lýsir dagskránni fyrir norðan á þann hátt að maður óskar þess helst að vera strax nógu gamall til að mega fara með. Á listanum er meðal annars leikfimi, gönguferðir, bingó, kvöldvökur og menningarferð – fyrir utan allar máltíðirnar.

„Venjulega, þegar ég kynni þessa starfsemi, bið ég fólk að velja ekki vikuna sem það ætlaði að vera í megrun því slík áform muni mistakast,“ segir hún hlæjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×