Lífið

Rándýrir leggir Taylor Swift

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Söngkonan tekur enga áhættu á tekjutapi, enda ástæðulaust með öllu.
Söngkonan tekur enga áhættu á tekjutapi, enda ástæðulaust með öllu. Vísir/Getty
Á dögunum kvisaðist út að söngkonan Taylor Swift hafi búið svo um hnútana fyrir tónleikaferð sína, 1989 World Tour, að leggir hennar væru tryggðir ef eitthvað kæmi uppá.

Leggir poppprinsessunnar eru því tryggðir fyrir litlar fjörutíu milljónir bandaríkjadala. Það samsvarar rúmlega fimm og hálfum milljarði íslenskra króna.

Heimildarmenn segja sjálfa Swift hafa orðið furðulostna yfir tölunum þegar þær komu í ljós. Swift þykir þó vissulega hafa tilefni til fjárfestingarinnar, en þessir lögulegu leggir leika stórt hlutverk í tónleikahaldi skvísunnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×