Lífið

Sungið á Björtuloftum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Djasssöngkonan Guðlaug Dröfn kemur fram með hljómsveit.
Djasssöngkonan Guðlaug Dröfn kemur fram með hljómsveit. Vísir/Valli
„Ég ætla að vera með dagskrá til heiðurs bandarísku djasssöngkonunni, tónskáldinu og baráttukonunni Abbey Lincoln,“ segir Guðlaug Ólafsdóttir söngkona um framlag sitt á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld.

Hún mun koma þar fram með hljómsveit sinni, ásamt Kristbirni Helgasyni og kvartett hans sem reyndar ríður á vaðið með brasilíska tónlist og lög úr amerísku söngbókinni.

Tónleikarnir eru í Björtuloftum í Hörpunni og hefjast klukkan 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×