Í verkfall stefnir eftir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkfallsvörður fyrir ekki alls löngu. Mikið ber á milli í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Viðræðum var slitið í fyrradag og stefnir í átök. Fréttablaðið/GVA Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira