Í verkfall stefnir eftir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkfallsvörður fyrir ekki alls löngu. Mikið ber á milli í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Viðræðum var slitið í fyrradag og stefnir í átök. Fréttablaðið/GVA Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfallsaðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samningafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameiginleg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.Mynd/Eining-Iðja„Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum tilbúin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttaraukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir einkennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélagið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahagsritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverjum hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkisstjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ Samþykktu viðræðuslitin einrómaÁ vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnulífsins. Félögin eru: AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“