Lífið

Ævar vísindamaður sá um forfallakennslu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mynd/Ólöf Erla Einarsdóttir
Ævar vísindamaður brá sér í óvenjulegt hlutverk fyrir skemmstu er hann tók að sér forfallakennslu í efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík. Alls kenndi hann tvær kennslustundir við skólann.

Ævar er sjálfur stúdent af málabraut Menntaskólans á Akureyri og grunnur hans í faginu ekki stórkostlegur. En það er ótrúlegt hve langt gráða í leiklist getur fleygt manni. Að auki hefur hann verið að leikstýra Bítlasöngleiknum Yfir alheiminn sem Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sýnir um þessar mundir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×