Lífið

Tvíburar saman á tónleikum hvor í sínu lagi

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Í fyrsta sinn flytja þær frumsamið efni saman á tónleikum, en í sitthvoru lagi.
Í fyrsta sinn flytja þær frumsamið efni saman á tónleikum, en í sitthvoru lagi.
Tvíburasysturnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur halda saman tónleika á laugardag, þar sem þær ætla þó að spila í sitt hvoru lagi. „Hugmyndin kom útfrá því að við erum tvíeggja tvíburar en höfum alltaf litið meira á okkur sem systur frekar en tvíbura,“ segir Ásthildur.

Þær systur hafa spilað lengi saman og þar af lengst í hljómsveitinni Pascal Pinon. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þær flytja sóló efni eftir sig. „Auðvitað erum við tvíburar en það þýðir ekki að við séum eins. Ég veit til dæmis ekkert hvað Jófríður ætlar að spila, ætli þetta verði ekki mjög ólíkt hjá okkur, “ segir hún.

Ásthildur stundar nám í píanóleik og tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Að auki hefur hún lært áður í Amsterdam og er í hljómsveitunum Hungry Dragon, Portal 2 Xtacy og í fjölmörgum kammerhópum. Jófríður er tónhöfundur og söngvari og er þekktust fyrir að vera í hljómsveitunum Samaris, Portal 2 Xtacy og The Barber. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 21. mars, klukkan 21.00 í Mengi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×