Lífið

Ný listverksmiðja á Borgarfirði Eystri

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Ása Berglind er einn af skipuleggjendum listverksmiðjunnar en auk hennar er Jónas Sigurðsson og fyrirtækið Já Sæll efh.
Ása Berglind er einn af skipuleggjendum listverksmiðjunnar en auk hennar er Jónas Sigurðsson og fyrirtækið Já Sæll efh. mynd/ÁsaBerglind
Á föstudaginn verður listverksmiðjunni 720 gráður hleypt af stokunum á Borgarfirði Eystri.

„Tónlistarmenn sem hafa verið á Borgarfirði í gegnum tíðina hafa yfirleitt orðið dolfallnir yfir fegurðinni og orkunni sem er þarna,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir einn af skipuleggjendum listverksmiðjunar og bætir við að á svæðinu sé mikið líf á sumrin en minna á veturnar. „Þetta er svona átak í því að glæða bæinn og samfélagið lífið á þessum vetrarmánuðum.“

Þetta er í fyrsta sinn sem listverksmiðjan er haldin en vonir standa til að verkefnið verið árlegt.

„Það verður alltaf sameiginleg morgunstund þar sem við ætlum að reyna að rækta andann á einhvern hátt, svo fara allir að vinna í sínu, alveg frjálst,“ segir hún en þátttakendur að þessu sinni eru allir tónlistarfólk og er dagskráin opin og allir fá tækifæri til þess að vinna í því sem hugur stendur til. „Svo er hugmynd að vinna með samfélagið á einhvern hátt jafnvel með krökkunum og fara mögulega í frystihúsið og gera einhvern gjörning þar,“ segir Ása en endað verður á uppskeruhátíð og segir hún óneitanlega mikla spennu vera meðal skipuleggjenda og þáttakenda en um tíu tónlistarmenn taka þátt að þessu sinni. 

Að verkefninu stendur fyrirtækið Já Sæll ehf. og tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson auk Ásu Berglindar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×