Lífið

Sagafilm selur Óskalögin úr landi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Salka Sól og Steinunn úr AmabAdamA á sviði í Óskalögum þjóðarinnar.
Salka Sól og Steinunn úr AmabAdamA á sviði í Óskalögum þjóðarinnar. mynd/sagafilm
Sagafilm hefur selt réttinn að þáttunum Óskalög þjóðarinnar til alþjóðlega framleiðandans Banijay International. Erlendis mun þátturinn koma til með að heita Treasured Tunes. Samningurinn er sagður einn sá mikilvægasti sem íslenskt kvikmyndafyrirtæki hefur gert.



kjartan þór þórðarson
Ekki er um að ræða að íslensku þættirnir hafi verið seldir heldur aðeins þáttaformið. Gangi áætlanir Banijay eftir mun þátturinn verða endurgerður í löndum víða um heim. Fyrirtækið hefur meðal annars verið með framleiðslu í Skandinavíu, Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi.

„Við erum himinlifandi yfir að fá Banijay til samstarfs við okkur að þróa Óskalög þjóðarinnar fyrir erlenda markaði,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, forstjóri Sagafilm Nordic. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem Sagafilm hefur fengið svo stóran aðila til samstarfs um framleiðslu á skemmtiþáttahugmyndum fyrirtækisins á erlendri grundu, og bindum við miklar vonir við að Banijay muni selja hugmyndina víða um heiminn,“ segir Kjartan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×