Lífið

Nýtt lag komið frá Blur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslandsvinurinn Damon Albarn fer fyrir drengjunum í Blur.
Íslandsvinurinn Damon Albarn fer fyrir drengjunum í Blur. mynd/film magic
Breska hljómsveitin Blur gefur út sína sjöundu hljóðversplötu í apríl. Þrjú hundruð heppnir aðdáendur fengu að heyra plötuna í heild sinni á tónleikum í London um helgina.

Platan hefur fengið nafnið The Magic Whip og er fyrsta plata sveitarinnar í tólf ár. Fyrstu tvö lög plötunnar, Go Out og There Are Too Many Of Us, eru nú þegar komin út. „Augljóslega erum við að fara að spila The Magic Whip, frá upphafi til enda, í réttri röð. Eruð þið tilbúin?“ sagði Damon Albarn þegar hann steig á sviðið um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×