Sport

Einar, María og Elsa unnu flest gull á skíðalandsmótinu

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir.
Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir. Mynd/Skíðasambandið
Alpagreinafólkið Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir frá Akureyri og skíðagöngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði unnu öll gullverðlaun á Skíðamóti Íslands sem lauk í gær en mótið fór fram á Dalvík og Ólafsfirði.

Einar Kristinn og María unnu allar þrjár alpagreinarnar á mótinu en þau tryggðu sér sigur í samhliðasvigi í gær en höfðu bæði unnið áður gullið í svigi og stórsvigi.

Einar Kristinn vann einu gulli fleiri en í fyrra þegar hann missti af gullinu í samhliðasviginu. María keppti ekki í fyrra vegna meiðsla en hafði unnið tvö gull á mótinu fyrir tveimur árum.

Göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði snéri aftur og vann allar þrjár göngugreinar í kvennaflokki. Hún vann 25 Íslandsmeistaratitla á árunum 2001 til 2010 en var nú með á nýjan leik á heimavelli.

Sævar Birgisson vann tvær göngukeppnir hjá körlunum og Brynjar Leó Kristinsson eina. Brynjar Leó hafði betur en Sævar í síðustu göngunni en þeir tveir voru í efstu sætunum í öllum greinum.



Skíðamót Íslands 2015 - Íslandsmeistarar í einstaklingsgreinum

Sprettganga - hefðbundin aðferð - Konur

1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar

2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar

3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar

Ganga - hefðbundin aðferð - Konur

1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - SÓ

2. Jónína Kristjánsdóttir - SÓ

3. Sólveig María Aspelund - SFÍ

Ganga frjáls aðferð - Konur

1. Elsa Guðrún Jónsdóttir SÓ

2. Jónína Kristjánsdóttir SÓ

3. Svava Jónsdóttir SÓ

Sprettganga - hefðbundin aðferð - Karlar

1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar

2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar

3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar

Ganga - hefðbundin aðferð - Karlar

1. Sævar Birgisson - SÓ

2. Brynjar Leó Kristinsson - SKA

3. Gísli Einar Árnason - SKA

Ganga frjáls aðferð - Karlar

1. Brynjar Leó Kristinsson SKA

2. Sævar Birgisson SÓ

3. Gísli Einar Árnason SKA

Stórsvig kvenna

1. María Guðmundsdóttir - SKA

2. Helga María Vilhjálmsdóttir - SKRR

3. Erla Ásgeirsdóttir - BBL

Svig kvenna

1. María Guðmundsdóttir SKA

2. Helga María Vilhjálmsdóttir SKRR

3. Erla Ásgeirsdóttir BBL

Samhliðasvig kvenna

1. María Guðmundsdóttir SKA

2. Freydís Halla Einarsdóttir - SKRR

3. Auður Brynja Sölvadóttir - SKA

Stórsvig karla

1. Einar Kristinn Kristgeirsson - SKA

2. Sturla Snær Snorrason - SKRR

3.-4. Arnór Dagur Dagbjartsson - SKA

3.-4. Magnús Finnsson - SKA

Svig karla

1. Einar Kristinn Kristgeirsson SKA

2. Magnús Finnsson SKA

3. Arnar Geir Ísaksson SKA

Samhliðasvig karla

1. Einar Kristinn Kristgeirsson - SKA

2. Jakob Helgi Bjarnason - DAL

3. Magnús Finnsson - SKA








Fleiri fréttir

Sjá meira


×