Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. mars 2015 07:00 i Í mörgum tilvikum var ofbeldið nátengt félagslegri stöðu kvennanna og valdaleysi þeirra. Fréttablaðið/Getty Ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál sem er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum. „Rannsóknin er hagnýt í grunninn og það var lögð áhersla á að hægt væri að þróa einhvers konar ábendingar eða hagnýt tæki til að stuðla að bættum stuðningi til fatlaðra kvenna. Efni sem gæti nýst til þess að stuðla að vitundarvakningu og auka fræðslu,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir sem ásamt Rannveigu Traustadóttur er höfundur rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var unnin á þann hátt að fjórir rýnihópar sem í voru 4-6 fatlaðar konur hittust og ræddu um ofbeldi gegn fötluðum konum. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fatlaðar konur sem voru þolendur ofbeldis og viðtöl tekin og sendir spurningalistar til samtaka og stofnana sem hjálpa þolendum ofbeldis. Niðurstöðurnar sýna að margar kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu. Margar höfðu upplifað það að ofbeldið var þaggað niður og falið. Konurnar fengu sjaldan stuðning til þess að takast á við afleiðingar ofbeldisins og töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt og algengt það væri. Einnig bentu þær á að oft væri fötluðum konum ekki trúað þegar þær segðu frá. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni á Íslandi töluðu mikið um það hversu jaðarsettur hópur þær væru og félagslega útskúfun sem þær höfðu upplifað. „Á Íslandi var mikil umræða í rýnihópunum um jaðarsetta stöðu fatlaðra kvenna og almenna fordóma gagnvart þeim. Jaðarstaðan stuðlaði að ofbeldinu og hindraði þær jafnframt í að fá stuðning. Þar spilar líka inn í valdaójafnvægi sem ríkir í samskiptum við aðra,“ segir Hrafnhildur. „Það getur ýtt undir ofbeldisaðstæður, það er ekki tekið mark á þeim og ekki hlustað á þær. Oft var það þannig að konurnar eru háðar gerandanum um stuðning í daglegu lífi og voru þá einangraðar að því leyti að það var mjög erfitt fyrir þær að nálgast hjálp,“ segir Hrafnhildur. „Þessir þættir urðu líka til þess að konur fengu síður hjálp því þeim var ekki trúað, málum var sópað undir teppi og þess háttar,“ segir hún. „Fordómar sem þær höfðu mætt birtist til dæmis í gríni á kostnað fatlaðra kvenna og niðurlægjandi athugasemdum og þess háttar,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar tala konurnar um að þær væru hlutgerðar og ekki virtar sem manneskjur. Þeim findist ekki gert ráð fyrir þeim í samfélaginu, þær væru annars flokks. Að búa við þetta í lengri tíma yrði til þess að þær yrðu jafnvel samdauna ofbeldi sem þær verða fyrir og réttur þeirra minni. „Þannig að við hljótum því líka að spyrja okkur: Hvað getum við sem samfélag gert? Í þessu samhengi væri vitundarvakning um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu mjög mikilvæg og umræða um það hvernig fordómar gegn fötluðu fólki birtast,“ segir Hrafnhildur. Að segir margar kvennanna einnig hafa talað um það hvað þjónustan sem þær þyrftu væri stýrandi afl í lífi þeirra. Þær hefðu lítið vald yfir eigin lífi og það hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aðgengi fatlaðra kvenna að stuðning og kom það skýrt fram að bæta þyrfti stuðning og fræðslu. „Þær töluðu einnig um að fatlaðar konur áttuðu sig oft ekki á því þegar þær yrðu fyrir ofbeldi vegna þess að þær væru svo vanar að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á þeim og beittu þær einhvers konar valdi.“ Í kjölfar rannsóknarinnar hafa verið gerðir bæklingar ætlaðir fötluðum konum sem verða fyrir ofbeldi. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál sem er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum. „Rannsóknin er hagnýt í grunninn og það var lögð áhersla á að hægt væri að þróa einhvers konar ábendingar eða hagnýt tæki til að stuðla að bættum stuðningi til fatlaðra kvenna. Efni sem gæti nýst til þess að stuðla að vitundarvakningu og auka fræðslu,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir sem ásamt Rannveigu Traustadóttur er höfundur rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var unnin á þann hátt að fjórir rýnihópar sem í voru 4-6 fatlaðar konur hittust og ræddu um ofbeldi gegn fötluðum konum. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fatlaðar konur sem voru þolendur ofbeldis og viðtöl tekin og sendir spurningalistar til samtaka og stofnana sem hjálpa þolendum ofbeldis. Niðurstöðurnar sýna að margar kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu. Margar höfðu upplifað það að ofbeldið var þaggað niður og falið. Konurnar fengu sjaldan stuðning til þess að takast á við afleiðingar ofbeldisins og töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt og algengt það væri. Einnig bentu þær á að oft væri fötluðum konum ekki trúað þegar þær segðu frá. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni á Íslandi töluðu mikið um það hversu jaðarsettur hópur þær væru og félagslega útskúfun sem þær höfðu upplifað. „Á Íslandi var mikil umræða í rýnihópunum um jaðarsetta stöðu fatlaðra kvenna og almenna fordóma gagnvart þeim. Jaðarstaðan stuðlaði að ofbeldinu og hindraði þær jafnframt í að fá stuðning. Þar spilar líka inn í valdaójafnvægi sem ríkir í samskiptum við aðra,“ segir Hrafnhildur. „Það getur ýtt undir ofbeldisaðstæður, það er ekki tekið mark á þeim og ekki hlustað á þær. Oft var það þannig að konurnar eru háðar gerandanum um stuðning í daglegu lífi og voru þá einangraðar að því leyti að það var mjög erfitt fyrir þær að nálgast hjálp,“ segir Hrafnhildur. „Þessir þættir urðu líka til þess að konur fengu síður hjálp því þeim var ekki trúað, málum var sópað undir teppi og þess háttar,“ segir hún. „Fordómar sem þær höfðu mætt birtist til dæmis í gríni á kostnað fatlaðra kvenna og niðurlægjandi athugasemdum og þess háttar,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar tala konurnar um að þær væru hlutgerðar og ekki virtar sem manneskjur. Þeim findist ekki gert ráð fyrir þeim í samfélaginu, þær væru annars flokks. Að búa við þetta í lengri tíma yrði til þess að þær yrðu jafnvel samdauna ofbeldi sem þær verða fyrir og réttur þeirra minni. „Þannig að við hljótum því líka að spyrja okkur: Hvað getum við sem samfélag gert? Í þessu samhengi væri vitundarvakning um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu mjög mikilvæg og umræða um það hvernig fordómar gegn fötluðu fólki birtast,“ segir Hrafnhildur. Að segir margar kvennanna einnig hafa talað um það hvað þjónustan sem þær þyrftu væri stýrandi afl í lífi þeirra. Þær hefðu lítið vald yfir eigin lífi og það hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aðgengi fatlaðra kvenna að stuðning og kom það skýrt fram að bæta þyrfti stuðning og fræðslu. „Þær töluðu einnig um að fatlaðar konur áttuðu sig oft ekki á því þegar þær yrðu fyrir ofbeldi vegna þess að þær væru svo vanar að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á þeim og beittu þær einhvers konar valdi.“ Í kjölfar rannsóknarinnar hafa verið gerðir bæklingar ætlaðir fötluðum konum sem verða fyrir ofbeldi.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira