Lífið

Ofurtöffararnir í Focus væntanlegir til landsins í sumar

Guðrún Ansnes skrifar
Bandið mun hrista upp í landanum í sumar, hvort sem er í Reykjavík eða á Akureyri.
Bandið mun hrista upp í landanum í sumar, hvort sem er í Reykjavík eða á Akureyri. Vísir/Nordicphotos
„Þetta er orginallinn, ekkert tribute hér“ segir Kristinn Sæmundsson athafnarmaður sem hefur veg og vanda af tónleikahaldinu, en hljómsveitin Focus er væntanleg til landsins í sumar.

„Þetta er eitt af súper prog böndum áttunda áratugarins og þessir strákar voru gríðarlega vinsælir hér á landi á sínum tíma,“ útskýrir Kristinn. Hann gerir ráð fyrir að nostalgían muni grípa um sig hjá blómabörnum þjóðarinnar en hljómsveitin á smelli á borð við Hocus Pocus sem sló rækilega í gegn á sínum tíma. Bandið skaust svo aftur fram á sjónarsviðið með sama smellinn þegar NIKE tók hann uppá arma sér og bjó til fjögurra mínútna auglýsingu fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010, þar sem stjörnumprýtt myndband fór eins og eldur um sinu.

„Bandið er skipað upprunalegum meðlimum, utan þess að gítarleikarinn er fjarri góðu gamni, svo þetta verður alveg ekta ekta,“ segir Kristinn sem býst við miklu fjöri. Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabíó þann 12.júní næstkomandi og svo daginn eftir, 13.júní á Græna Hattinum á Akureyri. Mun miðasala hefjast á næstu dögum.

https://youtu.be/RFDW9b_ejfI





Fleiri fréttir

Sjá meira


×