Lífið

Spila fyrir Hið myrka man

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Birgir, Sigurjón og RX Beckett koma fram í kvöld.
Birgir, Sigurjón og RX Beckett koma fram í kvöld. vísir/ernir
Hljómsveitirnar Antimony og Dulvitund halda í kvöld tónleika á Gauknum. Herlegheitin hefjast klukkan 22.

Antimony er ný íslensk hljómsveit sem spilar goth-skotið synthapopp. Í febrúar gaf hún út sína fyrstu EP-plötu sem nefnist Ova.

Dulvitund er eins manns verkefni Akureyringsins Þóris Óskars. Lög sveitarinnar eru nokkuð minímalísk raftónlist.

Aðgangseyrir er fimm hundruð krónur sem renna til útgáfufyrirtækisins Hið myrka man.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×