Kaupfélagsandi endurvakinn á Reykhólum Guðrún Ansnes skrifar 25. mars 2015 00:01 Ása og Reynir eru ófeimin við að breyta um umhverfi og láta ævintýrin leiða sig áfram. Róbertsson Vísir/Reynir Þór Róbertsson Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar. Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar.
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira